Ólafía Þórunn nánast örugg í gegnum niðurskurðinn Ísak Jasonarson skrifar 24. ágúst 2018 18:30 Ólafía Þórunn keppir á sterkustu mótaröð heims. Fréttablaðið/þorsteinn Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Fyrir daginn var hún á 4 höggum undir pari og mun spilamennska annarra kylfinga seinna í dag leiða í ljós hvort hún komist áfram í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig í morgun og lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Á þeim kafla var hún ekki að slá nógu vel en bjargaði sér ágætlega í stutta spilinu. Á seinni níu lék hún hins vegar töluvert betur og kláraði þær á höggi undir pari, samtals á einu höggi yfir pari á hringnum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 46. sæti á 3 höggum undir pari í heildina og útlit fyrir að hún komist áfram. Niðurskurðarlínan miðast nú við 2 högg undir pari og því þarf margt að breytast til að hún komist ekki áfram.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á einu höggi yfir pari. Fyrir daginn var hún á 4 höggum undir pari og mun spilamennska annarra kylfinga seinna í dag leiða í ljós hvort hún komist áfram í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig í morgun og lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Á þeim kafla var hún ekki að slá nógu vel en bjargaði sér ágætlega í stutta spilinu. Á seinni níu lék hún hins vegar töluvert betur og kláraði þær á höggi undir pari, samtals á einu höggi yfir pari á hringnum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 46. sæti á 3 höggum undir pari í heildina og útlit fyrir að hún komist áfram. Niðurskurðarlínan miðast nú við 2 högg undir pari og því þarf margt að breytast til að hún komist ekki áfram.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira