Birnir gefur út nýja plötu: „Ég nota þetta til þess að halda áfram” Bergþór Másson skrifar 24. ágúst 2018 13:30 Birnir í 101derland hljóðverinu í miðbæ Reykjavíkur. Vísir / Vilhelm Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu, Matador, á dögunum. Á plötunni eru 9 lög og röðuðu þau sér öll snyrtilega í fyrstu 9 sætin á „Iceland Top 50,” lagalista streymisveitunnar Spotify sem er uppfærður á hverjum degi með mest spiluðu lögum landsins. Platan er útsett í heild sinni af Arnari Inga Ingasyni, einnig þekktur sem Young Nazareth. Pródúserinn Bangerboy gerði þrjá takta á plötunni. Birnir steig fyrst fram á sjónarsviðið með útgáfu lagsins „Sama Tíma” í mars 2017. Stuttu síðar, í apríl sama ár, gaf hann út „Ekki Switcha” og þá byrjaði hann að geta lifað á rappinu. Birnir er vinamargur innan rapp senunnar og hefur hann komið fram á lögum flestra kollega sinna. Birnir hefur getið sér gott orð fyrir hráa tjáningu á eigin tilfinningum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Umfjöllunarefni plötunnar eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Meðal þeirra eru: Eiturlyfjaneysla og fíkn, ástarsambönd, samfélagsmál, peningar, veraldlegar eigur og frægð. Platan er sjálfsævisöguleg að sögn Birnis, um líf sitt frá því hann gaf út Ekki Switcha, þar til núna. „Platan er um að komast að því hver maður er, hvað maður er, og hvað maður á að gera” segir Birnir í samtali við Vísi.Eilífðar námsmaður Platan hefur verið í vinnslu í um það bil eitt og hálft ár en Birnir hefur verið að rappa töluvert lengur en það. Síðustu fjögur ár lífs hans hafa eingöngu snúist um rappið og hverri stund eytt í stífar æfingar í flæði og textasmíð. „Ég hef lagt alla orkuna mína í þetta, algjörlega stúdera allt, mismunandi rhyme schemes og allt það, maður er bara í tíma alltaf, maður er bara stúdent að eilífu.” Birnir er þakklátur fyrir að geta lifað á því sem hann elskar að gera og að fólk vilji hlusta á hann. „Ég nota rapp sem medium til þess að koma einhverju fram, hvort sem það er einhver tilfinning eða eitthvað, það er mikil þerapía í því, ég nota þetta til þess að halda áfram.Sáttur með lífið Eins og hefur líklega ekki farið framhjá neinum, er mikið gróskutímabil í íslensku rapp senunni og geta þeir vinsælustu auðveldlega lifað á tónlistinni. Rapparar lifa á streymispeningum frá Spotify, styrkjum og samstarfi með fyrirtækjum og tónleikahaldi. Birnir segist vera tiltölulega hamingjusamur með lífið og lýsir hann venjulegum degi í lífi sínu: „Vakna, tjilla, fara svo bara í stúdíóið, kíki einstöku sinnum í gymm-ið, tjékka í spa-ið, hitta síðan Flóna og Binna (Brynjar Barkarson í hljómsveitinni ClubDub) í Trapkastalanum (heimili rapparans Flóna)"Miklar freistingar út um allt Eins og kemur fram á plötunni hefur Birnir átt í erfiðleikum með áfengi og eiturlyf síðastliðin 3 ár en er hinsvegar á betri stað í dag. „Ég á einhvernveginn svo erfitt með að label-a mig sem fíkil eða alkohólista. Ég gat kúplað mig út úr þessu. Ég myndi ekki segja að ég sé háður eiturlyfjum eða áfengi, freistingarnar vegna lífstílsins eru bara svo fokking margar alltaf í kringum mann að maður gefur auðveldar undan og ábyrgðirnar eru færri en þegar maður er í venjulegri vinnu.” Birnir segir undirstöðuna að fíknivandanum hjá sér vera áfengið og það sé alltaf „gateway” að frekari neyslu. „Ég hef strögglað með sjálfan mig geðveikt mikið, hvert ég á að fara, hvað ég á að gera, þannig spurningar. Sem er samt í rauninni irrelevant afþví maður þarf bara jafnvægi. Ef það er of mikið af þessu, þá þarftu að minnka það og gera bara meira af hinu.” Þegar neyslan náði hápunkti hjá Birni komst hann að því að þetta sé ekki fyrir hann og tók sér tak. „Þegar þetta peak-aði þá fattaði ég að þetta er ekki það sem mig langar til að gera, en á sama tíma finnst mér ég ekki þurfa að sanna neitt fyrir neinum, ég er eina manneskjan sem ég þarf að gera eitthvað fyrir, ég get í rauninni allt ef ég set hugann minn við það.” Aðspurður hvernig staðan á honum sé núna og hvort það sé ekki erfitt að koma sér úr neyslu en standa á stað í sama umhverfi segir Birnir: „Ég er ekki alveg edrú, ég drekk bjór af og til, en þetta er ekki jafn mikið vandamál og þetta var, auðvitað er maður smá hræddur að það verði það aftur, en miðað við hvernig hugsunarhátturinn minn er núna þá sé ég ekki fram á að þetta verði að svipuðu vandamáli og þetta var. Maður þarf auðvitað stanslaust að vinna í sér og passa upp á hvernig manni líður. Það er lykillinn að öllu.”Rapparinn Birnir í sínu náttúrulega umhverfi.Vísir / VilhelmNúmer eitt Hip hop menning einkennist af mikilli innbyrðis samkeppni og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem rapparar keppast um að vera sá besti og sigra andstæðinga sína. Hérlendis er menningin svipuð og hafa til dæmis rappararnir Herra Hnetusmjör og Aron Can lýst því yfir að þeir séu bestir eða „númer eitt.” Birnir hefur sömu sögu að segja. „Ég claim-a alveg það sama, ég er númer eitt í því sem ég geri, ég get ekki reynt að gera eitthvað sem Árni (Herra Hnetusmjör) er að gera, betur en hann, eða það sem Aron er að gera, betur en hann, en í því sem ég er að gera og í því sem ég sé fyrir mér, þá er ég bestur.” Birnir bætir við að þrátt fyrir að honum finnist hann vera bestur akkúrat núna „eru einhverjir gaurar sem ég lít upp og til og hafa verið betri rapparar en ég á einhverjum tímapunkti, Gísli Pálmi, Erpur og Bent.”„Ég um mig frá mér til mín” Síðasta lagið á plötunni, Dauður, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir framúrskarandi pródúseringu og innihaldsríka texta. Arnar Ingi, sem útsetti plötuna í heild sinni, syngur viðlagið á laginu og söngkonan JFDR kemur einnig fram. Birnir segir að lagið sé uppáhaldslagið hans á plötunni og það besta sem hann hefur samið. „Það var bara eitthvað rage í hausnum mér og mig langaði að ná því út, ég kemst í mode þar sem það er bara ég um mig frá mér til mín og næ að blokkera allt út og er sama um allt. Ég og Arnar fórum bara all out í textapælingu og konsepti, við algjörlega misstum vitið.” Aðspurður hvernig ferlið sé að skrifa svona texta segir Birnir að það sé erfitt að svara því nákvæmlega. „Alltaf þegar ég skrifa eitthvað sem mér finnst geðveikt, þá man ég ekki eftir að hafa skrifað það, ég man hvar ég skrifaði Út í geim en ég man ekki hvernig ég skrifaði það, ég datt inn á einhverja bylgju sem ég fylgdi og rædaði í gegn, sama með Dauður.”Engin ritskoðun Á laginu rappar Birnir: „Ekki kenna mér og Flóna um hvernig krakkinn þinn er, kannski er það þér að kenna að honum líði ekki vel,” í sambandi við umræðu um upphafningu á eiturlyfjum í rapptextum upp á síðkastið. „Fólk elskar að kasta einhverri ábyrgð á mig og Flóna, fólk elskar að henda því á okkur ef eitthvað er að, auðvitað berum við einhverja ábyrgð og við erum fyrirmyndir. Við gerum okkur grein fyrir því. Mér finnst bara að fólk sé að leita að einhverju til að krækja í afþví það skilur ekki vandamálin, mér finnst oft verið að kasta mér og Flóna undir rútuna, við komum málinu ekki neitt við. Við þurfum ekki að vera preacha fyrir einu né neinu.” Birnir segist aldrei ritskoða sig en passar hinsvegar upp á það hvað hann segir. „Ég passa upp á það að ég þurfi ekki að fara aftur til baka, en enn þann dag í dag hef ég ekki sagt neitt sem ég sé eftir. Þetta er bara það sem mér finnst og fólk þarf bara að deala við það.”Birnir situr fyrir hjá ljósmyndara Vísis.Vísir / Vilhelm Tengdar fréttir Rapparinn Birnir hélt hlustunarpartý í harðfisksverksmiðju Birnir gaf út plötuna Matador í dag. Í gær flutti hann 100 manns til Krísuvíkur til þess að hlusta á hana. 20. ágúst 2018 20:45 Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu, Matador, á dögunum. Á plötunni eru 9 lög og röðuðu þau sér öll snyrtilega í fyrstu 9 sætin á „Iceland Top 50,” lagalista streymisveitunnar Spotify sem er uppfærður á hverjum degi með mest spiluðu lögum landsins. Platan er útsett í heild sinni af Arnari Inga Ingasyni, einnig þekktur sem Young Nazareth. Pródúserinn Bangerboy gerði þrjá takta á plötunni. Birnir steig fyrst fram á sjónarsviðið með útgáfu lagsins „Sama Tíma” í mars 2017. Stuttu síðar, í apríl sama ár, gaf hann út „Ekki Switcha” og þá byrjaði hann að geta lifað á rappinu. Birnir er vinamargur innan rapp senunnar og hefur hann komið fram á lögum flestra kollega sinna. Birnir hefur getið sér gott orð fyrir hráa tjáningu á eigin tilfinningum, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Umfjöllunarefni plötunnar eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Meðal þeirra eru: Eiturlyfjaneysla og fíkn, ástarsambönd, samfélagsmál, peningar, veraldlegar eigur og frægð. Platan er sjálfsævisöguleg að sögn Birnis, um líf sitt frá því hann gaf út Ekki Switcha, þar til núna. „Platan er um að komast að því hver maður er, hvað maður er, og hvað maður á að gera” segir Birnir í samtali við Vísi.Eilífðar námsmaður Platan hefur verið í vinnslu í um það bil eitt og hálft ár en Birnir hefur verið að rappa töluvert lengur en það. Síðustu fjögur ár lífs hans hafa eingöngu snúist um rappið og hverri stund eytt í stífar æfingar í flæði og textasmíð. „Ég hef lagt alla orkuna mína í þetta, algjörlega stúdera allt, mismunandi rhyme schemes og allt það, maður er bara í tíma alltaf, maður er bara stúdent að eilífu.” Birnir er þakklátur fyrir að geta lifað á því sem hann elskar að gera og að fólk vilji hlusta á hann. „Ég nota rapp sem medium til þess að koma einhverju fram, hvort sem það er einhver tilfinning eða eitthvað, það er mikil þerapía í því, ég nota þetta til þess að halda áfram.Sáttur með lífið Eins og hefur líklega ekki farið framhjá neinum, er mikið gróskutímabil í íslensku rapp senunni og geta þeir vinsælustu auðveldlega lifað á tónlistinni. Rapparar lifa á streymispeningum frá Spotify, styrkjum og samstarfi með fyrirtækjum og tónleikahaldi. Birnir segist vera tiltölulega hamingjusamur með lífið og lýsir hann venjulegum degi í lífi sínu: „Vakna, tjilla, fara svo bara í stúdíóið, kíki einstöku sinnum í gymm-ið, tjékka í spa-ið, hitta síðan Flóna og Binna (Brynjar Barkarson í hljómsveitinni ClubDub) í Trapkastalanum (heimili rapparans Flóna)"Miklar freistingar út um allt Eins og kemur fram á plötunni hefur Birnir átt í erfiðleikum með áfengi og eiturlyf síðastliðin 3 ár en er hinsvegar á betri stað í dag. „Ég á einhvernveginn svo erfitt með að label-a mig sem fíkil eða alkohólista. Ég gat kúplað mig út úr þessu. Ég myndi ekki segja að ég sé háður eiturlyfjum eða áfengi, freistingarnar vegna lífstílsins eru bara svo fokking margar alltaf í kringum mann að maður gefur auðveldar undan og ábyrgðirnar eru færri en þegar maður er í venjulegri vinnu.” Birnir segir undirstöðuna að fíknivandanum hjá sér vera áfengið og það sé alltaf „gateway” að frekari neyslu. „Ég hef strögglað með sjálfan mig geðveikt mikið, hvert ég á að fara, hvað ég á að gera, þannig spurningar. Sem er samt í rauninni irrelevant afþví maður þarf bara jafnvægi. Ef það er of mikið af þessu, þá þarftu að minnka það og gera bara meira af hinu.” Þegar neyslan náði hápunkti hjá Birni komst hann að því að þetta sé ekki fyrir hann og tók sér tak. „Þegar þetta peak-aði þá fattaði ég að þetta er ekki það sem mig langar til að gera, en á sama tíma finnst mér ég ekki þurfa að sanna neitt fyrir neinum, ég er eina manneskjan sem ég þarf að gera eitthvað fyrir, ég get í rauninni allt ef ég set hugann minn við það.” Aðspurður hvernig staðan á honum sé núna og hvort það sé ekki erfitt að koma sér úr neyslu en standa á stað í sama umhverfi segir Birnir: „Ég er ekki alveg edrú, ég drekk bjór af og til, en þetta er ekki jafn mikið vandamál og þetta var, auðvitað er maður smá hræddur að það verði það aftur, en miðað við hvernig hugsunarhátturinn minn er núna þá sé ég ekki fram á að þetta verði að svipuðu vandamáli og þetta var. Maður þarf auðvitað stanslaust að vinna í sér og passa upp á hvernig manni líður. Það er lykillinn að öllu.”Rapparinn Birnir í sínu náttúrulega umhverfi.Vísir / VilhelmNúmer eitt Hip hop menning einkennist af mikilli innbyrðis samkeppni og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem rapparar keppast um að vera sá besti og sigra andstæðinga sína. Hérlendis er menningin svipuð og hafa til dæmis rappararnir Herra Hnetusmjör og Aron Can lýst því yfir að þeir séu bestir eða „númer eitt.” Birnir hefur sömu sögu að segja. „Ég claim-a alveg það sama, ég er númer eitt í því sem ég geri, ég get ekki reynt að gera eitthvað sem Árni (Herra Hnetusmjör) er að gera, betur en hann, eða það sem Aron er að gera, betur en hann, en í því sem ég er að gera og í því sem ég sé fyrir mér, þá er ég bestur.” Birnir bætir við að þrátt fyrir að honum finnist hann vera bestur akkúrat núna „eru einhverjir gaurar sem ég lít upp og til og hafa verið betri rapparar en ég á einhverjum tímapunkti, Gísli Pálmi, Erpur og Bent.”„Ég um mig frá mér til mín” Síðasta lagið á plötunni, Dauður, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir framúrskarandi pródúseringu og innihaldsríka texta. Arnar Ingi, sem útsetti plötuna í heild sinni, syngur viðlagið á laginu og söngkonan JFDR kemur einnig fram. Birnir segir að lagið sé uppáhaldslagið hans á plötunni og það besta sem hann hefur samið. „Það var bara eitthvað rage í hausnum mér og mig langaði að ná því út, ég kemst í mode þar sem það er bara ég um mig frá mér til mín og næ að blokkera allt út og er sama um allt. Ég og Arnar fórum bara all out í textapælingu og konsepti, við algjörlega misstum vitið.” Aðspurður hvernig ferlið sé að skrifa svona texta segir Birnir að það sé erfitt að svara því nákvæmlega. „Alltaf þegar ég skrifa eitthvað sem mér finnst geðveikt, þá man ég ekki eftir að hafa skrifað það, ég man hvar ég skrifaði Út í geim en ég man ekki hvernig ég skrifaði það, ég datt inn á einhverja bylgju sem ég fylgdi og rædaði í gegn, sama með Dauður.”Engin ritskoðun Á laginu rappar Birnir: „Ekki kenna mér og Flóna um hvernig krakkinn þinn er, kannski er það þér að kenna að honum líði ekki vel,” í sambandi við umræðu um upphafningu á eiturlyfjum í rapptextum upp á síðkastið. „Fólk elskar að kasta einhverri ábyrgð á mig og Flóna, fólk elskar að henda því á okkur ef eitthvað er að, auðvitað berum við einhverja ábyrgð og við erum fyrirmyndir. Við gerum okkur grein fyrir því. Mér finnst bara að fólk sé að leita að einhverju til að krækja í afþví það skilur ekki vandamálin, mér finnst oft verið að kasta mér og Flóna undir rútuna, við komum málinu ekki neitt við. Við þurfum ekki að vera preacha fyrir einu né neinu.” Birnir segist aldrei ritskoða sig en passar hinsvegar upp á það hvað hann segir. „Ég passa upp á það að ég þurfi ekki að fara aftur til baka, en enn þann dag í dag hef ég ekki sagt neitt sem ég sé eftir. Þetta er bara það sem mér finnst og fólk þarf bara að deala við það.”Birnir situr fyrir hjá ljósmyndara Vísis.Vísir / Vilhelm
Tengdar fréttir Rapparinn Birnir hélt hlustunarpartý í harðfisksverksmiðju Birnir gaf út plötuna Matador í dag. Í gær flutti hann 100 manns til Krísuvíkur til þess að hlusta á hana. 20. ágúst 2018 20:45 Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn Birnir hélt hlustunarpartý í harðfisksverksmiðju Birnir gaf út plötuna Matador í dag. Í gær flutti hann 100 manns til Krísuvíkur til þess að hlusta á hana. 20. ágúst 2018 20:45
Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01