Þekkir helling af fuglum 25. ágúst 2018 08:45 Það er stutt út í ósnortna náttúru á Flateyri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Sigurður Stefán Ólafsson, átta ára, er nýlega fluttur til Flateyrar við Önundarfjörð. Þar er hann á leið í fyrsta tímann, fyrsta skóladaginn sinn, kátur og hress. Hann verður í þriðja bekk og veit ekki enn hversu margir eru í honum. En hvar var hann í 1. og 2. bekk? Ég var í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Það er risastór skóli, eitthvað um 700 krakkar í honum. Þetta verður öðruvísi.Hvað finnst þér skemmtilegast að læra? Mér finnst gaman í íslensku og ég er góður í stærðfræði. Svo hef ég gaman af náttúrufræði, sérstaklega fuglum og þekki helling af þeim.Hverjir eru uppáhalds? Hrafnsönd, til dæmis, sem er ekki sérlega algeng. Hún er alveg kolsvört nema aðeins brúleit á vængjunum. Goggurinn hennar er dökkur með gulri rönd og það er hnúður á gogginum efst. Hrafnsöndin er mjög flott. En hún er sjaldgæf. Bara til um 800 fuglar, fjögur hundruð pör hér á Íslandi.Hvar hefurðu séð hana? Á Mývatni. Við pabbi höfum farið þangað. Þegar ég var úti í Englandi þá fór ég í dýragarð og þar sá ég aðra önd sem heitir mandarínuönd og er til í alls konar litum. Hún er líka til á Íslandi en er mjög sjaldgæf. Hún er meira á Akureyri en á Mývatni. Svo er hún, held ég, líka á Húsavík. En á Seyðisfirði er alveg klikkað fuglalíf. Þar er hægt að sjá mjög stóra gæs sem heitir Kanadagæs en ég hef ekki séð hana. Vinkona hennar mömmu er alltaf að sjá sjaldgæfar tegundir þar. Hún veit líka mikið um fugla.Hefurðu séð eftirtektarverða fugla hér á Flateyri, eða ertu kannski nýkominn? Það er nú nokkrar vikur síðan. Hér er auðvitað mikið af mávum, til dæmis hvítmávum. Svo eru nokkrir svartbakar, sem eru stærstu mávarnir.En að öðru. Áttu systkini? Tvær systur, aðra fjögurra ára og hina þrettán. Ég er miðjubarnið.Ertu búinn að eignast vini hér? Já, nokkra, svo er ég stundum með unglingunum sem eru á aldur við systur mína.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent