Norræna húsið 50 ára í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 20:00 Norræna húsið hefur verið vettvangur menningarstarfsemi og miðstöð Norðurlandabúa á Íslandi í 50 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum. Afmælishátíðin hófst með fánahyllingu í morgun og þá fór fram ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar í dag um norræna menningarpólitík á Íslandi síðastliðin 50 ár. Húsið var vígt á þessum degi árið 1968 en það er hannað af finnska arkitektinum Alvari Aalto. Húsið gegnir hlutverki norrænnar menningarmiðstöðvar á Íslandi og er rekið af Norrænu ráðherranefndinni. „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska menningu og okkur sem íbúa norðurlandanna, norræna íbúa, og hefur alltaf skipað stóran sess í okkar samfélagi síðan það var vígt á þessum degi fyrir 50 árum,“ segir Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Norræna húsinu. Á flötinni við Norræna húsið var undirbúningur í fullum gangi í dag fyrir veisluna á morgun. „Afmælið er í dag 24. en við erum að fagna með veislu fyrir Íslendinga alla hérna á morgun, laugardaginn 25,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins. Dagskráin hefst með morgunverði klukkan tíu í fyrramálið og verður ýmislegt um að vera allan daginn en gestum stendur meðal annars til boða að prófa finnska sánu.. „Svo eru tónleikar klukkan tvö, það eru tónleikar klukkan sjö, það er pub quiz klukkan fimm, það verður stanslaust fjör hjá okkur á morgun,“ segir Kristbjörg. Bókasafnið hefur jafnan verið kallað hjarta hússins en þar er aðeins að finna bækur á öðrum norðurlandamálum en íslensku. Þar verður einnig dagskrá á morgun. „Ef við verðum orðin þreytt á góða veðrinu á morgun þá verður líka dagskrá inni í húsinu fyrir krakka, það eru kvikmyndasýningar í salnum og svo eru leikir og það er hægt að klæða sig upp sem Línu langsokk í barnabókasafninu þannig að það verður eiginlega bara stöðugt fjör, úti og inni og allt um kring,“ segir Ágústa. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í dag. Í tilefni afmælisins verður almenningi boðið til veislu á morgun þar sem Grænlenskt rokk og finnskt sánabað verða meðal annars á boðstólum. Afmælishátíðin hófst með fánahyllingu í morgun og þá fór fram ráðstefna í Veröld, húsi Vigdísar í dag um norræna menningarpólitík á Íslandi síðastliðin 50 ár. Húsið var vígt á þessum degi árið 1968 en það er hannað af finnska arkitektinum Alvari Aalto. Húsið gegnir hlutverki norrænnar menningarmiðstöðvar á Íslandi og er rekið af Norrænu ráðherranefndinni. „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir íslenska menningu og okkur sem íbúa norðurlandanna, norræna íbúa, og hefur alltaf skipað stóran sess í okkar samfélagi síðan það var vígt á þessum degi fyrir 50 árum,“ segir Ágústa Lúðvíksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Norræna húsinu. Á flötinni við Norræna húsið var undirbúningur í fullum gangi í dag fyrir veisluna á morgun. „Afmælið er í dag 24. en við erum að fagna með veislu fyrir Íslendinga alla hérna á morgun, laugardaginn 25,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Norræna hússins. Dagskráin hefst með morgunverði klukkan tíu í fyrramálið og verður ýmislegt um að vera allan daginn en gestum stendur meðal annars til boða að prófa finnska sánu.. „Svo eru tónleikar klukkan tvö, það eru tónleikar klukkan sjö, það er pub quiz klukkan fimm, það verður stanslaust fjör hjá okkur á morgun,“ segir Kristbjörg. Bókasafnið hefur jafnan verið kallað hjarta hússins en þar er aðeins að finna bækur á öðrum norðurlandamálum en íslensku. Þar verður einnig dagskrá á morgun. „Ef við verðum orðin þreytt á góða veðrinu á morgun þá verður líka dagskrá inni í húsinu fyrir krakka, það eru kvikmyndasýningar í salnum og svo eru leikir og það er hægt að klæða sig upp sem Línu langsokk í barnabókasafninu þannig að það verður eiginlega bara stöðugt fjör, úti og inni og allt um kring,“ segir Ágústa.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira