Segir þurfa að taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. ágúst 2018 07:15 Heildartekjur einstaklinga 2017 voru að meðaltali 6,4 milljónir en miðgildið um 5 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira