Slæmur endasprettur hjá Ólafíu á þriðja hringnum Ísak Jasonarson skrifar 25. ágúst 2018 21:15 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag þriðja hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á þremur höggum yfir pari. Við það fór hún niður um 20 sæti og situr nú í 63. sæti fyrir lokahringinn í mótinu. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari eftir tvo skolla og einn fugl. Hún byrjaði svo vel á seinni níu og þegar hún fékk fugl á 3. holu var hún komin aftur á parið. Þá tók hins vegar við slæmur kafli þar sem hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og kláraði Ólafía að lokum hringinn á 3 höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 63. sæti á parinu í heildina en hún hóf daginn í 43. sæti. Hún þarf að leika vel á lokahringnum sem fer fram á morgun, sunnudag, ætli hún sér að koma sér upp stigalistann en hún sat í 137. sæti listans fyrir mótið. 100 efstu í árslok halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni. Efstu kylfingarnir eru nú komnir á seinni níu holurnar á þriðja hring og er það Brooke M. Henderson sem er þessa stundina í efsta sæti á 15 höggum undir pari.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag þriðja hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á þremur höggum yfir pari. Við það fór hún niður um 20 sæti og situr nú í 63. sæti fyrir lokahringinn í mótinu. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari eftir tvo skolla og einn fugl. Hún byrjaði svo vel á seinni níu og þegar hún fékk fugl á 3. holu var hún komin aftur á parið. Þá tók hins vegar við slæmur kafli þar sem hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og kláraði Ólafía að lokum hringinn á 3 höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 63. sæti á parinu í heildina en hún hóf daginn í 43. sæti. Hún þarf að leika vel á lokahringnum sem fer fram á morgun, sunnudag, ætli hún sér að koma sér upp stigalistann en hún sat í 137. sæti listans fyrir mótið. 100 efstu í árslok halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni. Efstu kylfingarnir eru nú komnir á seinni níu holurnar á þriðja hring og er það Brooke M. Henderson sem er þessa stundina í efsta sæti á 15 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira