Slæmur endasprettur hjá Ólafíu á þriðja hringnum Ísak Jasonarson skrifar 25. ágúst 2018 21:15 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag þriðja hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á þremur höggum yfir pari. Við það fór hún niður um 20 sæti og situr nú í 63. sæti fyrir lokahringinn í mótinu. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari eftir tvo skolla og einn fugl. Hún byrjaði svo vel á seinni níu og þegar hún fékk fugl á 3. holu var hún komin aftur á parið. Þá tók hins vegar við slæmur kafli þar sem hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og kláraði Ólafía að lokum hringinn á 3 höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 63. sæti á parinu í heildina en hún hóf daginn í 43. sæti. Hún þarf að leika vel á lokahringnum sem fer fram á morgun, sunnudag, ætli hún sér að koma sér upp stigalistann en hún sat í 137. sæti listans fyrir mótið. 100 efstu í árslok halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni. Efstu kylfingarnir eru nú komnir á seinni níu holurnar á þriðja hring og er það Brooke M. Henderson sem er þessa stundina í efsta sæti á 15 höggum undir pari.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag þriðja hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á þremur höggum yfir pari. Við það fór hún niður um 20 sæti og situr nú í 63. sæti fyrir lokahringinn í mótinu. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari eftir tvo skolla og einn fugl. Hún byrjaði svo vel á seinni níu og þegar hún fékk fugl á 3. holu var hún komin aftur á parið. Þá tók hins vegar við slæmur kafli þar sem hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og kláraði Ólafía að lokum hringinn á 3 höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 63. sæti á parinu í heildina en hún hóf daginn í 43. sæti. Hún þarf að leika vel á lokahringnum sem fer fram á morgun, sunnudag, ætli hún sér að koma sér upp stigalistann en hún sat í 137. sæti listans fyrir mótið. 100 efstu í árslok halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni. Efstu kylfingarnir eru nú komnir á seinni níu holurnar á þriðja hring og er það Brooke M. Henderson sem er þessa stundina í efsta sæti á 15 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira