Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2018 18:45 Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins. Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn.Allar lýsa stúlkurnar árásarmanninum á svipaðan hátt og útilokar lögregla ekki að um sama árásarmann sé að ræða í málunum þremur. Lögreglan lítur málin alvarlegum augum en enn hefur enginn þó verið handtekinn.Í desember á síðasta ári var ráðist á tíu ára stúlku þegar hún var á göngu í Garðabæ. Var hún tekin hálstaki og dregin inn í runna á meðan árásarmaður hélt fyrir munn hennar.Vinkonur stúlkunnar náðu að hræða árásarmanninn í burtu sem aldrei fannst. Það var svo fyrir tveimur vikum sem átta ára stúlka var á göngu með hund sinn um hábjartan dag þegar drengur arkaði snögglega að henni og sló hana fast. Móðir hennar tilkynnti brotið til lögreglu.„Í kjölfarið fer ég inn á Facebook, íbúasíður, og læt vita að það sé á ferð einhvers konar árásarmaður sem er að vaða í börn og tilkynni að mér finnist þetta frekar alvarlegt. Þá hafa samband við mig mæður sem lentu í svipuðum tilvikum, jafnvel verri tilvikum,“ segir Helga Brynja Tómasdóttir, móðir einnar stúlkunnar sem orðið hefur fyrir árás.Helga Brynja Tómasdóttir er móðir stúlku sem orðið hefur fyrir árás í Garðabæ.Í fyrradag var svo ráðist á stúlku á göngustíg í Garðabæ klukkan korter yfir tvö, lítið er vitað um árásina annað en það að hún er litin mjög alvarlegum augum innan lögreglunnar. Allar lýsa stúlkurnar þrem, árásarmanninum sem fimmtán til nítján ára gömlum karlmanni, klæddan í hettupeysu og íþróttaskó.„Það var mikill ótti sem greip um sig þegar þetta gerist með dóttur mína. Fólk var búið að heyra um það sem gerðist í vetur og lýsingin á manninum er alltaf sú sama og hvernig hann ber sig að er líka svo líkt. Þannig við teljum sem íbúar að um sama mann sé að ræða,“ segir Helga Brynja.Þessar stelpur sem ráðist var á, eru þær allar á svipuðum aldri?„Þær eru allar á svipuðum aldri. Dóttir mín er yngst hún er 8 ára og eins og ég skil það þá er sú elsta ellefu ára,“ segir Helga Brynja.Yfirlögregluþjónn segir málin litin mjög alvarlegum augum, en enn hefur enginn verið handtekinn.Þá útilokar hann ekki að um einn og sama manninn sé að ræða. Að sögn Helgu krefjast foreldrar þess að bæjaryfirvöld setji upp eftirlitsmyndavélar á göngustíga bæjarins.
Lögreglumál Tengdar fréttir Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent