Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt heimildum Vísis á dyravörðurinn að hafa vísað þremur gestum staðarins á dyr. Eiga þessir gestir að hafa snúið til baka og gengið í skrokk á dyraverðinum.
Sjá einnig: Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar hjá lögreglunni og að fjórir menn séu í haldi. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Dyravörðurinn var fluttur á slysadeild eftir árásina þungt haldinn en samkvæmt heimildum Vísis er hann hryggbrotinn.
