Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:22 Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. Vísir/Getty Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra.
Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13