Finnur Ingi í Aftureldingu: Bræðurnir sameinaðir á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 14:53 Finnur Ingi Stefánsson. Fréttablaðið/ernir Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira