Þrítugasta Íslandsför kennara á níræðisaldri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Florian Rutz hefur komið til Íslands þrjátíu sinnum. Fréttablaðið/Eyþór Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuðum er vafalaust einn mesti Íslandsvinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heimsókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem markvert er að sjá og gott betur á ferðalögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi samlanda sinna.Florian hefur haldið utan um ferðalög sín með ítarlegum hætti í gegnum tíðina og ferðast um allar koppagrundir. Fréttablaðið/MikaelFlorian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kennari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heimsótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heimsótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslandsvinurinn Florian og sýnir blaðamanni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríflega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Norðurslóðir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuðum er vafalaust einn mesti Íslandsvinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heimsókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem markvert er að sjá og gott betur á ferðalögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi samlanda sinna.Florian hefur haldið utan um ferðalög sín með ítarlegum hætti í gegnum tíðina og ferðast um allar koppagrundir. Fréttablaðið/MikaelFlorian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kennari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heimsótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heimsótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslandsvinurinn Florian og sýnir blaðamanni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríflega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Norðurslóðir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira