Styttu Steinunnar stolið í fjórða sinn og rannsóknin teygir anga sína til Tom Hanks Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 12:38 Steinunn með nokkur verka sinna Gunnar V. Andrésson Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn. Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn.
Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53
Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58