Styttu Steinunnar stolið í fjórða sinn og rannsóknin teygir anga sína til Tom Hanks Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 12:38 Steinunn með nokkur verka sinna Gunnar V. Andrésson Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn. Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn.
Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53
Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58