Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2018 20:30 Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“ Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“
Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira