Geta treyst íslenskum brúm eftir harmleikinn í Genúa Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 10:38 Morandi-brúin í Genúa hrundi í gær. Hátt í fjörutíu manns fórust. Vísir/EPA Íslenskar brýr eru í misjöfnu ástandi en vel er haldið utan um að þær séu öruggar. Íslenskur byggingarverkfræðingur segir að líklega hafi margir samverkandi þættir orðið til þess að brú hrundi í Genúa á Ítalíu með þeim afleiðingum að á fjórða tug manna fórust. Björgunarmenn leita enn að fólki í rústum Morandi-brúarinnar í Genúa. Talið er að hátt í fjörutíu bílar hafi fallið 45 metra niður þegar brúin hrundi í gær. Ekki liggur fyrir hvað olli því að brúin hrundi en varað hafði verið við ástandi hennar í nokkurn tíma. Baldvin Einarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um hörmungarnar á Ítalíu. Riccardo Morandi, arkítektinn sem hannaði brúna, sé þekktastur fyrir brú yfir Maracaibo-flóa í Venesúela sem þótti mikið þrekvirki á sínum tíma.Baldvin Einarsson, annar frá vinstri, á fundi hjá verkfræðistofunni EFLU.EFLABrúin sé svokölluð skálags- eða stagbrú, tegund brúa sem ruddi sér til rúms upp úr stríðslokum og þótti framúrstefnuleg. Þær hafi aðallega verið byggðar úr steinsteypu í stað stáls. Slíkar brýr hafi verið til vandræða meira eð minna frá því að þær voru byggðar. Viðhaldskostnaður hafi reynst hár, erfitt hefur verið að halda þeim við og tryggja öryggi þeirra, að sögn Baldvins. „Það sem hefur gengið erfiðlega með þessar brýr er að steinsteypan í þeim hefur ekki reynst það endingargóða byggingarefni sem menn trúðu á fyrir þessum fimmtíu árum plús. Hún hefur rýrnað, styrkur hennar versnað, og það sem meira er hefur hún ekki verndað stálið sem er inni í steypunni þannig að það hefur farið að ryðga. Það veit ekki á gott þegar það gerist,“ segir Baldvin. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvað grandaði Morandi-brúnni. Eldingu gæti hafa lostið í hana og þá hefur verið bent á að miklar rigningar hafði gert í Genúa og slæmt veður. Baldvin segir hins vegar að oft þegar stórir atburðir af þessu tagi eigi sér stað séu það fleiri en einn þáttur sem ræður úrslitum. Yfirleitt eigi þeir sér margþættar orsakir.Rafael Urdaneta-brúin í Venesúela er eftir sama arkítekt og Morandi-brúin í Genúa.Vísir/GettyÖlfusárbrú örugg þó að öryggið hafi minnkað Spurður út í ástand íslenskra brúa segir Baldvin að það sé misjafnt. Þannig séu til brýr sem eru allt að hundrað ára gamlar og nýlegt dæmi sé um brú í Húnavatnssýslu sem hrundi. Þar hafi ástæðan raunar verið sú að bíl var ekið yfir hana sem ekki hefði átt að gera. Íslensk yfirvöld haldi vel utan um að brýr séu öruggar og hægt sé að treysta þeim. Viðhaldsframkvæmdir hafa farið fram á Ölfusárbrú í þessari viku en hún var byggð árið 1945. Baldvin segir að menn hafi haft áhyggjur af ástandi hennar vegna þess að gólf hennar er þyngra en þegar hún var upphaflega byggð og þá hafi ýmsar leiðslur verið hengdar í hana. „Síðan hefur hún náttúrulega rýrnað að einhverju leyti. Kaplarnir eru ekki eins góðir og þeir voru,“ segir Baldvin. Nákvæm úttekt hafi verið gerð á brúnni fyrir nokkrum árum sem sýndi að þó að hún væri örugg þá hefði öryggi hennar minnkað frá því að hún var byggð. Byrjað sé að hugsa fyrir nýrri brú yfir Ölfusá um Eystri-Laugadælaeyju fyrir ofan Selfoss. Frumdrög hafi verið gerð að henni og segist Baldvin ekki vita annað en að brúin sé á áætlun upp úr 2020. Samgöngur Tengdar fréttir Leita enn að fólki í brakinu í Genúa Minnst 35 eru látnir og er nokkurra saknað en fregnum ber ekki saman um hve mörgum. 15. ágúst 2018 08:00 Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00 Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. 13. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Íslenskar brýr eru í misjöfnu ástandi en vel er haldið utan um að þær séu öruggar. Íslenskur byggingarverkfræðingur segir að líklega hafi margir samverkandi þættir orðið til þess að brú hrundi í Genúa á Ítalíu með þeim afleiðingum að á fjórða tug manna fórust. Björgunarmenn leita enn að fólki í rústum Morandi-brúarinnar í Genúa. Talið er að hátt í fjörutíu bílar hafi fallið 45 metra niður þegar brúin hrundi í gær. Ekki liggur fyrir hvað olli því að brúin hrundi en varað hafði verið við ástandi hennar í nokkurn tíma. Baldvin Einarsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um hörmungarnar á Ítalíu. Riccardo Morandi, arkítektinn sem hannaði brúna, sé þekktastur fyrir brú yfir Maracaibo-flóa í Venesúela sem þótti mikið þrekvirki á sínum tíma.Baldvin Einarsson, annar frá vinstri, á fundi hjá verkfræðistofunni EFLU.EFLABrúin sé svokölluð skálags- eða stagbrú, tegund brúa sem ruddi sér til rúms upp úr stríðslokum og þótti framúrstefnuleg. Þær hafi aðallega verið byggðar úr steinsteypu í stað stáls. Slíkar brýr hafi verið til vandræða meira eð minna frá því að þær voru byggðar. Viðhaldskostnaður hafi reynst hár, erfitt hefur verið að halda þeim við og tryggja öryggi þeirra, að sögn Baldvins. „Það sem hefur gengið erfiðlega með þessar brýr er að steinsteypan í þeim hefur ekki reynst það endingargóða byggingarefni sem menn trúðu á fyrir þessum fimmtíu árum plús. Hún hefur rýrnað, styrkur hennar versnað, og það sem meira er hefur hún ekki verndað stálið sem er inni í steypunni þannig að það hefur farið að ryðga. Það veit ekki á gott þegar það gerist,“ segir Baldvin. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um hvað grandaði Morandi-brúnni. Eldingu gæti hafa lostið í hana og þá hefur verið bent á að miklar rigningar hafði gert í Genúa og slæmt veður. Baldvin segir hins vegar að oft þegar stórir atburðir af þessu tagi eigi sér stað séu það fleiri en einn þáttur sem ræður úrslitum. Yfirleitt eigi þeir sér margþættar orsakir.Rafael Urdaneta-brúin í Venesúela er eftir sama arkítekt og Morandi-brúin í Genúa.Vísir/GettyÖlfusárbrú örugg þó að öryggið hafi minnkað Spurður út í ástand íslenskra brúa segir Baldvin að það sé misjafnt. Þannig séu til brýr sem eru allt að hundrað ára gamlar og nýlegt dæmi sé um brú í Húnavatnssýslu sem hrundi. Þar hafi ástæðan raunar verið sú að bíl var ekið yfir hana sem ekki hefði átt að gera. Íslensk yfirvöld haldi vel utan um að brýr séu öruggar og hægt sé að treysta þeim. Viðhaldsframkvæmdir hafa farið fram á Ölfusárbrú í þessari viku en hún var byggð árið 1945. Baldvin segir að menn hafi haft áhyggjur af ástandi hennar vegna þess að gólf hennar er þyngra en þegar hún var upphaflega byggð og þá hafi ýmsar leiðslur verið hengdar í hana. „Síðan hefur hún náttúrulega rýrnað að einhverju leyti. Kaplarnir eru ekki eins góðir og þeir voru,“ segir Baldvin. Nákvæm úttekt hafi verið gerð á brúnni fyrir nokkrum árum sem sýndi að þó að hún væri örugg þá hefði öryggi hennar minnkað frá því að hún var byggð. Byrjað sé að hugsa fyrir nýrri brú yfir Ölfusá um Eystri-Laugadælaeyju fyrir ofan Selfoss. Frumdrög hafi verið gerð að henni og segist Baldvin ekki vita annað en að brúin sé á áætlun upp úr 2020.
Samgöngur Tengdar fréttir Leita enn að fólki í brakinu í Genúa Minnst 35 eru látnir og er nokkurra saknað en fregnum ber ekki saman um hve mörgum. 15. ágúst 2018 08:00 Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00 Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. 13. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Leita enn að fólki í brakinu í Genúa Minnst 35 eru látnir og er nokkurra saknað en fregnum ber ekki saman um hve mörgum. 15. ágúst 2018 08:00
Minnst 30 látnir í Genúa Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun. 14. ágúst 2018 15:00
Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. 13. ágúst 2018 20:00