BMW-bílar í Suður-Kóreu kyrrsettir vegna eldhættu Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Bilun í eldsneytiskerfi ?BMW-bíla. Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bílunum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW-bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að innkalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldurinn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköllunin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimmfaldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent