Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira