Fótbolti

Leikir í La Liga spilaðir í Bandaríkjunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar
Börsungar eru ríkjandi Spánarmeistarar vísir/getty
Bandaríkjamenn munu geta mætt á leiki í spænsku úrvalsdeildinni í náinni framtíð án þess þó að þurfa að ferðast alla leið til Spánar.

Spænska knattspyrnusambandið hefur gert 15 ára samning við alþjóðlega fjölmiðlarisann Relevent Sports sem hefur meðal annars komið að skipulagningu International Champions Cup æfingamótsins undanfarin sumur.

Í samningnum er kveðið á um að á hverju leiktímabili fari einhverjir leikir spænsku deildarinnar fram í Bandaríkjunum og samkvæmt heimildum spænskra fjölmiðla er stefnt að því að þetta verði framkvæmt í fyrsta sinn á komandi leiktíð.

„NBA lið og NFL lið eru að spila utan heimalands síns svo afhverju ekki La Liga? Það er mikilvægt að þróa vörumerkið okkar,“ segir Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Eins og Tebas vísar til hefur það þekkst á undanförnum árum að leikir í NBA deildinni og NFL deildinni fari fram annars staðar í heiminum og hafa leikir í þessum deildum til að mynda verið spilaðir í Lundúnum.


Tengdar fréttir

La Liga í beinni á Facebook

Samskiptamiðillinn Facebook mun sýna beint frá spænsku úrvalsdeildinni næstu þrjú árin, í nokkrum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×