Jarðskjálfti að styrkleika 6,3 skók indónesísku eyjuna Lombok í morgun. 460 hafa látið lífið í jarðskjálftum þar síðustu vikur. Ekki hafa enn borist fregnir af mannfalli í þessum nýjast skjálfta.
Sjónarvottar segja að mikil skelfing hafi gripið um sig þegar skjálftinn hófst, enda mannfall verið mikið í skjálftum undanfarna daga og vikur. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu var 5. ágúst, hann mældist 6,9 og það var í þeim hamförum sem flestir fórust eða rúmlega 400.
Byggingar hafa víða hrunið á eyjunni og hundruð þúsunda eru á vergangi. Lombok er vinsæll ferðamannastaður og er eyjan aðeins steinsnar frá enn vinsælli ferðamannaparadís; Balí.
Enn einn öflugur skjálfti á Lombok

Tengdar fréttir

Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta
91 manns hafa látið lífið og 10.000 brottflutir af eyjunni Lombok í Indonesíu.

Enn einn skjálftinn á Lombok
Þriðji stóri jarðskjálftinn á rúmri viku reið yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu í morgun.

Vara við ferðalögum til eyja í Indónesíu vegna skjálfta
Utanríkisráðuneytið hefur bent íslenskum ferðalöngum á að stjórnvöld í nágrannaríkjum Íslands vari nú sérstaklega við ferðum til Gili-eyja og norðvestanverðrar Lombok-eyju í Indónesíu vegna mannskæðra skjálfta á svæðinu.