Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Um árabil hefur fyrirtækið Ísteka framleitt frjósemislyf, einkum notuð í svína- og nautgriparækt, sem unnið er úr hormóni sem fæst úr blóði fylfullra hryssa. Undanfarin misseri hefur hefur eftirspurn eftir lyfinu aukist jafnt og þétt að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Okkar aðal pródúkt er frjósemishormón sem við vinnum úr blóði fylfullra hryssa og seljum svo á erlenda markaði til stórra dýralyfjafyrirtækja úti í heimi,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Fyrirtækið starfar samkvæmt leyfi Lyfjastofnunar og kaupir blóð af bændum og hrossaræktendum sem tilkynnt hafa um starfsemina til Matvælastofnunar. Varan er framleidd árlega úr tugum tonna hryssublóðs sem duga í framleiðslu um eins kílós af fullunni vöru. „Við höfum náð að auka framleiðslu okkar á hverju einasta ári núna sem er gott, markaðurinn er fyrir hendi og við viljum framleiða meira og raunar höfum við verið að hvetja bændur til þess, nýja bændur að koma inn og gamla bændur að stækka,“ segir Arnþór. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka.Vísir/Elín Hann segir einkum tvo þætti skýra þá aukningu sem verið hefur að undanförnu. „Nú er staðan þannig að Ísteka hefur verið að bæta mikið við verð og á hverju ári alla veganna seinustu 10 ár eins og ég man. Og á móti því miður hafa aðrar afurðir bænda lækkað í verði þannig að margir hafa þá gripið þennan möguleika.“ Blóðtakan fer fram að hausti og fást úr hverri fylfullri hryssu að jafnaði fimm lítrar í hverri blóðtöku. Blóðið er tekið úr bláæð á hálsi hryssunnar að undangenginni staðdeifingu. Folöldunum sem hryssan gengur með er svo í flestum tilfellum slátrað líkt og í öðrum búrekstri. „Hver hryssa er að meðaltali, ef við myndum mæla þetta í folöldum eins og við gerum stundum, folöldum í sláturhús, þá er hver hryssa að gefa kannski tvö folöld aukalega með því að vera í blóðsöfnun, aukalega við það sem hún hefði gert hefði hún bara verið í folaldaframleiðslu fyrir kjötframleiðslu,“ segir Arnþór.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira