Stútar undir stýri í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:22 Fjöldi vímaðra ökumanna var stöðvaður í nótt. Vísir/Getty Hið minnsta níu ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um margvísleg umferðarlagabrot. Flestir hinna brotlegu eru taldir hafa ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Bifreið var til að mynda stöðvuð á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í gærkvöld eftir að ökumaður hennar hafði virt hina svokölluðu „hægri reglu“ á gatnamótum að vettugi. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við hann þótti ljóst að ökumaðurinn var ekki í ökuhæfu ástandi og þar að auki virðist hann aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Þá var skráningarnúmer bifreiðar á Tryggvagötu klippt af þegar í ljós kom að hún reyndist ótryggð. Skráningarnúmer annarra bifreiðar, eða skortur á þeim réttara sagt, kom einnig öðrum ökumanni í klandur sem ekið hafði um Langatanga. Lögreglumenn stöðvuðu för bifreiðarinnar þegar þeir sáu að ekkert skráningarnúmer var framan á henni. Eftir spjall við ökumanninn var hann leiddur upp í lögreglubíl, enda talið augljóst að hann væri undir áhrifum einhvers konar fíkniefna. Að frátöldum umferðarlagabrotum þá komst einn einstaklingur í kast við lögin fyrir brot á vopnalögum við Þórðarsveig í Grafarholti. Hann er sagður hafa verið handtekinn og fluttur, í annarlegu ástandi, í næsta fangaklefa. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi ógnað fólki eða um hvaða vopn ræðir. Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Hið minnsta níu ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um margvísleg umferðarlagabrot. Flestir hinna brotlegu eru taldir hafa ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Bifreið var til að mynda stöðvuð á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í gærkvöld eftir að ökumaður hennar hafði virt hina svokölluðu „hægri reglu“ á gatnamótum að vettugi. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við hann þótti ljóst að ökumaðurinn var ekki í ökuhæfu ástandi og þar að auki virðist hann aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Þá var skráningarnúmer bifreiðar á Tryggvagötu klippt af þegar í ljós kom að hún reyndist ótryggð. Skráningarnúmer annarra bifreiðar, eða skortur á þeim réttara sagt, kom einnig öðrum ökumanni í klandur sem ekið hafði um Langatanga. Lögreglumenn stöðvuðu för bifreiðarinnar þegar þeir sáu að ekkert skráningarnúmer var framan á henni. Eftir spjall við ökumanninn var hann leiddur upp í lögreglubíl, enda talið augljóst að hann væri undir áhrifum einhvers konar fíkniefna. Að frátöldum umferðarlagabrotum þá komst einn einstaklingur í kast við lögin fyrir brot á vopnalögum við Þórðarsveig í Grafarholti. Hann er sagður hafa verið handtekinn og fluttur, í annarlegu ástandi, í næsta fangaklefa. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi ógnað fólki eða um hvaða vopn ræðir.
Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira