Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 15:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur, á fleygiferð. vísir/óskar friðriksson Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag. Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag.
Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15
Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50