Hjólafólk óskar eftir samvinnu allra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 18:56 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hjólreiðafélagsins Tinds Vísir/Einar Tilkynning á Facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur. Á Facebook síðu lögreglunnar stendur meðal annars: Ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu. Þeir sem kvarta undan hjólreiðamönnum segja þá meðal annars glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hjólakona og formaður hjólreiðarfélagsins Tinds, segir hjólreiðasamfélagið hafa verið sárt í gær. Hún segir það leiðinlegt að lögreglan sé að setja hjólreiðafólk sem skotmark og að það sé aldrei vænlegt til árangurs. „Þetta er aldrei vænlegt til árangurs í þessu jafnvægi sem við erum að reyna að búa til með ökumönnum. Það er þannig að hjólafólk á hvorki heima á götunni né á stígunum, við erum dálítið heimilislaus þannig séð. Við sem erum að hjóla viljum góða sambúð og það að yfirvaldið taki þessa afstöðu gegn okkur er afskaplega leiðinlegt,” segir hún. Hún bendir á að hjólreiðafélögin leggi mikið upp úr því að kenna hjólafólki að hjóla rétt og taka tillit, haldin eru námskeið og lögð sé áhersla á góða hjólamenningu. “Þetta tekur tíma. Við þurfum að ala upp bílasamfélagið líka. Þetta snýst ekki bara að hjólafólk þurfi að taka tillit. Þetta virkar í báðar áttir. Svo þarf að sjálfsögðu að fjölga hjólastígum svo við fáum pláss, það myndi leysa mikinn vanda,” segir Erla. Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Tilkynning á Facebooksíðu lögreglunnar vakti mikla athygli í gær, en þar var hjólreiðafólk hvatt til að gera betur í umferðinni. Ummælin hafa verið gagnrýnd og hjólafólk segir þessa aðferð ekki vænlega til árangurs. Það þurfi samvinnu allra til að samgöngur gangi betur. Á Facebook síðu lögreglunnar stendur meðal annars: Ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu. Þeir sem kvarta undan hjólreiðamönnum segja þá meðal annars glannalega og hjóla í veg fyrir aðra vegfarendur, ýmist á akbrautum eða göngustígum. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hjólakona og formaður hjólreiðarfélagsins Tinds, segir hjólreiðasamfélagið hafa verið sárt í gær. Hún segir það leiðinlegt að lögreglan sé að setja hjólreiðafólk sem skotmark og að það sé aldrei vænlegt til árangurs. „Þetta er aldrei vænlegt til árangurs í þessu jafnvægi sem við erum að reyna að búa til með ökumönnum. Það er þannig að hjólafólk á hvorki heima á götunni né á stígunum, við erum dálítið heimilislaus þannig séð. Við sem erum að hjóla viljum góða sambúð og það að yfirvaldið taki þessa afstöðu gegn okkur er afskaplega leiðinlegt,” segir hún. Hún bendir á að hjólreiðafélögin leggi mikið upp úr því að kenna hjólafólki að hjóla rétt og taka tillit, haldin eru námskeið og lögð sé áhersla á góða hjólamenningu. “Þetta tekur tíma. Við þurfum að ala upp bílasamfélagið líka. Þetta snýst ekki bara að hjólafólk þurfi að taka tillit. Þetta virkar í báðar áttir. Svo þarf að sjálfsögðu að fjölga hjólastígum svo við fáum pláss, það myndi leysa mikinn vanda,” segir Erla.
Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51