Geti skipt sköpum hvernig farangri er raðað í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:00 Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið. Samgöngur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið.
Samgöngur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira