
Valdís Þóra fór annan hringinn á fimm höggum yfir pari og endar því samtals á sex höggum yfir pari þar sem hún var einu höggi yfir pari eftir fyrsta hringinn. Valdís var því fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Hún var að keppa í fyrsta sinn á mótinu sem er eitt af risamótunum fimm.
Valdís Þóra lýkur hér keppni á Opna breska meistaramótinu #valdisopen18 pic.twitter.com/FonV5rmhoq
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 3, 2018