Bjuggust við fleirum í strætisvagninn til Eyja Sigtryggur Ari og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2018 10:00 Farþegar stigu spenntir um borð í vagn númer 52. Vísir/Sigtryggur Ari „Við héldum að það yrðu það margir á leið í strætóinn í Landeyjahöfn að við mættum 40 mínútum fyrir brottför,“ sögðu vinkonurnar Vigdís Kristín Rohleder og Stefanía Helga Sigurðardóttir sem voru mættar í Mjóddina vel tímanlega fyrir áætlaða brottför strætisvagns númer 52 í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn áttu Vigdís og Stefanía bókað far með Herjólfi til Eyja þar sem þær ætluðu á Þjóðhátíð. Báðar er þær nýorðnar nítján ára gamlar. Hvorug þeirra hefur farið áður á Þjóðhátíð og kváðust mjög spenntar að fara. Fimmtán mínútum fyrir brottför voru aðeins sex manns að bíða eftir strætisvagninum en rétt fyrir brottför hafði hópurinn stækkað upp í ríflega tuttugu. „Vinir okkar eru þegar komnir út í Eyjar og tóku fyrir okkur tjöldin og ýmislegt annað. Ég held reyndar að margir hafi annaðhvort ekið sjálfir í Landeyjahöfn eða hreinlega fengið einhvern til þess að skutla sér,“ sagði Vigdís. Auk Þjóðhátíðar í Eyjum eru fjölmargar útihátíðir um allt land nú um helgina að venju. Þær helstu eru Neistaflug í Neskaupstað, Norðanpaunk á Laugarbakka, Innipúkinn í Reykjavík, Halló Akureyri, Mýrarbolti í Bolungarvík, Sæludagar í Vatnaskógi, Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð og Flúðir um versló.Stefanía Helga Sigurðardóttir og Vigdís Kristín Rohleder í miklu stuði.Vísir/Sigtryggur AriÞá er ótalið Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn þar sem búist er við margmenni í miklu stuði. Kort af úthátíðum helgarinnar er á á síðu 12. Suðurlandsvegi var lokað við Landvegamót, austan við, um klukkan þrjú í gær vegna umferðarslyss og ekki opnaður aftur fyrr en rúmum tveimur tímum síðar. Ökumönnum var beint um hjáleið og olli slysið nokkrum töfum á umferð. Um var að ræða árekstur bifhjóls og jepplings. Slasaðist einn bifhjólamaður töluvert en annar minna. Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
„Við héldum að það yrðu það margir á leið í strætóinn í Landeyjahöfn að við mættum 40 mínútum fyrir brottför,“ sögðu vinkonurnar Vigdís Kristín Rohleder og Stefanía Helga Sigurðardóttir sem voru mættar í Mjóddina vel tímanlega fyrir áætlaða brottför strætisvagns númer 52 í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn áttu Vigdís og Stefanía bókað far með Herjólfi til Eyja þar sem þær ætluðu á Þjóðhátíð. Báðar er þær nýorðnar nítján ára gamlar. Hvorug þeirra hefur farið áður á Þjóðhátíð og kváðust mjög spenntar að fara. Fimmtán mínútum fyrir brottför voru aðeins sex manns að bíða eftir strætisvagninum en rétt fyrir brottför hafði hópurinn stækkað upp í ríflega tuttugu. „Vinir okkar eru þegar komnir út í Eyjar og tóku fyrir okkur tjöldin og ýmislegt annað. Ég held reyndar að margir hafi annaðhvort ekið sjálfir í Landeyjahöfn eða hreinlega fengið einhvern til þess að skutla sér,“ sagði Vigdís. Auk Þjóðhátíðar í Eyjum eru fjölmargar útihátíðir um allt land nú um helgina að venju. Þær helstu eru Neistaflug í Neskaupstað, Norðanpaunk á Laugarbakka, Innipúkinn í Reykjavík, Halló Akureyri, Mýrarbolti í Bolungarvík, Sæludagar í Vatnaskógi, Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð og Flúðir um versló.Stefanía Helga Sigurðardóttir og Vigdís Kristín Rohleder í miklu stuði.Vísir/Sigtryggur AriÞá er ótalið Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn þar sem búist er við margmenni í miklu stuði. Kort af úthátíðum helgarinnar er á á síðu 12. Suðurlandsvegi var lokað við Landvegamót, austan við, um klukkan þrjú í gær vegna umferðarslyss og ekki opnaður aftur fyrr en rúmum tveimur tímum síðar. Ökumönnum var beint um hjáleið og olli slysið nokkrum töfum á umferð. Um var að ræða árekstur bifhjóls og jepplings. Slasaðist einn bifhjólamaður töluvert en annar minna.
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira