Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2018 19:30 Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. Sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman að lausn þessara mála. Málefni heimilislausra eru margþætt enda eru þeir ólíkur hópur. Annars vegar er um þá að ræða sem eru utangarðs vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og hins vegar þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Í svari þáverandi Félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá árinu 2017 kemur fram að Reykjavíkurborg stæði sig best í að útvega fólki félagslegt húsnæði en Garðabær og Kjósahreppur verst. Reykjarvíkurborg rekur Gistiskýlið við Lindargötu og Konukot svo dæmi séu nefnd. Þangað eru aðilar velkomnir óháð búsetu. „Já við greiðum allan kostnað við Gistiskýlið og rekum það. Við höfum ekki vísað fólki úr öðrum sveitarfélögum frá ef pláss er í skýlinu. Í fyrra voru um 150 gistinætur þar frá fólki sem kom annars staðar frá. Í Konukoti voru gistinætur fólks úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík 750 eða 25% af heildargistinóttum,“ Segir Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs. Þá segir hún mikilvægt að sveitarfélögin alls staðar að á landinu setjist niður og vinni saman að lausn þessara mála.Er samtal á milli sveitarfélaga þegar kemur að þessum málaflokki?„Já það er samtal á milli sveitarfélaga. Við eigum í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ég finn ekki fyrir öðru en áhuga hjá þeim til að taka þátt í þessum málum. Þá hefur það ekki komið í framkvæmd að önnur sveitarfélög borgi fyrir viðveru íbúa sinna í gistiskýlinu við Lindargötu,“ segir Regína. Þá er ljóst að Reykjarvíkurborg beri þungann í málefnum utangarðsfólks en vandi þeirra hefur oft verið kallaður höfuðborgarvandi. „Það er eðlilegt að fólk leiti til höfuðborgarinnar sem á í fíkniefnavanda eða margþættum vanda. Þetta er þekkt erlendis og þar er mjög algengt að ríkið komi líka að þessum málaflokki vegna þess að það er vitað að höfuðborgin hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir þennan hóp,“ segir Regína. Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. Sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman að lausn þessara mála. Málefni heimilislausra eru margþætt enda eru þeir ólíkur hópur. Annars vegar er um þá að ræða sem eru utangarðs vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu og hins vegar þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Í svari þáverandi Félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá árinu 2017 kemur fram að Reykjavíkurborg stæði sig best í að útvega fólki félagslegt húsnæði en Garðabær og Kjósahreppur verst. Reykjarvíkurborg rekur Gistiskýlið við Lindargötu og Konukot svo dæmi séu nefnd. Þangað eru aðilar velkomnir óháð búsetu. „Já við greiðum allan kostnað við Gistiskýlið og rekum það. Við höfum ekki vísað fólki úr öðrum sveitarfélögum frá ef pláss er í skýlinu. Í fyrra voru um 150 gistinætur þar frá fólki sem kom annars staðar frá. Í Konukoti voru gistinætur fólks úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík 750 eða 25% af heildargistinóttum,“ Segir Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs. Þá segir hún mikilvægt að sveitarfélögin alls staðar að á landinu setjist niður og vinni saman að lausn þessara mála.Er samtal á milli sveitarfélaga þegar kemur að þessum málaflokki?„Já það er samtal á milli sveitarfélaga. Við eigum í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ég finn ekki fyrir öðru en áhuga hjá þeim til að taka þátt í þessum málum. Þá hefur það ekki komið í framkvæmd að önnur sveitarfélög borgi fyrir viðveru íbúa sinna í gistiskýlinu við Lindargötu,“ segir Regína. Þá er ljóst að Reykjarvíkurborg beri þungann í málefnum utangarðsfólks en vandi þeirra hefur oft verið kallaður höfuðborgarvandi. „Það er eðlilegt að fólk leiti til höfuðborgarinnar sem á í fíkniefnavanda eða margþættum vanda. Þetta er þekkt erlendis og þar er mjög algengt að ríkið komi líka að þessum málaflokki vegna þess að það er vitað að höfuðborgin hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir þennan hóp,“ segir Regína.
Húsnæðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira