Sema segir Margréti hafa hótað sér lífláti, svívirt sig og kýlt sig í öxlina Bergþór Másson skrifar 8. ágúst 2018 23:26 Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, hefur oft orðið fyrir niðrandi ummælum á internetinu vegna baráttu hennar í innflytjendamálum. Vísir/eyþór Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Sema Erla Serdar, aktívisti, segir frá því á Facebook síðu sinni að Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og flokksmeðlimur í Flokki Fólksins, hafi setið um sig fyrir utan bar á Grensásvegi þar sem hún hótaði henni lífláti, svívirti hana og kýldi hana í öxlina. Sema segir að Margrét hafi ráðist að henni vegna þess hver hún sé og fyrir hvað hún stendur. Sema er stjórnmála- og Evrópufræðingur sem hefur látið málefni innflytjenda sig varða. Margrét hefur einnig látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Sema segist ekki þekkja Margréti og að síðustu samskipti þeirra hafa verið í útvarpi í ársbyrjun 2016. Atburðarrásin hófst þegar Sema mætti á bíl með litlu systur sinni og Margrét hóf að ausa yfir hana svívirðingum segir Sema í Facebook færslu sinni. „Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina.“ Sema segir svívirðingarnar, morðhótanirnar og tilraunir Margrétar til þess að ráðast á sig hafa staðið yfir í nokkrar mínútur. Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook hópnum Stjórnmálaspjallið að hún hafi verið beðin um að yfirgefa fyrrnefndan bar á Grensásvegi vegna þess að Sema var á leiðinni þangað. Þá segist hún hafa rekist á Semu fyrir utan staðinn og „í ölæði ýtt við henni þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn.“ Sema segist í Facebook færslu sinni afskrifa þessa yfirlýsingu Margrétar sem „ósannindi og samsæriskenningar sem hún nennir ekki að eyða fleiri orðum í“. Sema segist eiga pantaðan tíma hjá lögreglu þar sem hún hyggst kæra árásina og morðhótanirnar. „Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“ segir Sema í lokaorðum Facebook færslu sinnar.Lokað var fyrir athugasemdakerfið við þessa frétt vegna fjölda ósæmilegra athugasemda. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Innflytjendamál Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43