Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 11:30 Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að hvalskurður Hvals hf hefði aldrei staðist reglugerð sem tók gildi árið 2010. Vísir/Vilhelm Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið. Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Samtökin vísa einnig til þess að verkunin á langreyðakjöti hafi ekki fullnægt skilyrðum reglugerða frá júní 2010 til maí á þessu ári. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Hvalur hf. hafi aldrei fylgt hertum reglum um hvalskurð sem tóku gildi árið 2010 og jafnframt að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hafi slakað á kröfunum um hvalskurð í byrjun sumars. Bent er á í kærunni að brot gegn veiðileyfi Hvals hf. varði sviptingu þess tímabundið eða varanlega. Krefjast þau þess að ríkissaksóknari taki háttsemi fyrirtækisins til rannsóknar og beiti þvingunarráðstöfunum á grundvelli veiðileyfisins.Vilja láta reyna á hvort leyfilegt sé að veiða blending Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jarðarvina, segist telja að Hvalur hf. hafi brotið gegn lögum og veiðileyfi sínu þegar fyrirtækið veiddi blendinginn í sumar. „Veiðileyfið takmarkast við langreyðar. Það er engin undanþága frá því í veiðileyfinu eða annars staðar. Við teljum vert að láta reyna á það hvort að þetta sé refsivert að veiða hval þó að hann sé blendingur ef hann heyrir ekki undir það að vera langreyður,“ segir Ragnar. Þá dregur hann í efa að ráðherra hafi mátt breyta reglugerð um hvalskurð í byrjun sumars. Reglugerðin eigi sér stað í lögum. Slíkar reglur séu gjarnan sóttar í alþjóðlegt regluverk, ekki síst evrópskt. „Þá er það spurning hvort að það er einhvers staðar heimild til að veita undanþágu frá þeim reglum með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Ragnar. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið. Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Samtökin vísa einnig til þess að verkunin á langreyðakjöti hafi ekki fullnægt skilyrðum reglugerða frá júní 2010 til maí á þessu ári. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Hvalur hf. hafi aldrei fylgt hertum reglum um hvalskurð sem tóku gildi árið 2010 og jafnframt að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hafi slakað á kröfunum um hvalskurð í byrjun sumars. Bent er á í kærunni að brot gegn veiðileyfi Hvals hf. varði sviptingu þess tímabundið eða varanlega. Krefjast þau þess að ríkissaksóknari taki háttsemi fyrirtækisins til rannsóknar og beiti þvingunarráðstöfunum á grundvelli veiðileyfisins.Vilja láta reyna á hvort leyfilegt sé að veiða blending Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jarðarvina, segist telja að Hvalur hf. hafi brotið gegn lögum og veiðileyfi sínu þegar fyrirtækið veiddi blendinginn í sumar. „Veiðileyfið takmarkast við langreyðar. Það er engin undanþága frá því í veiðileyfinu eða annars staðar. Við teljum vert að láta reyna á það hvort að þetta sé refsivert að veiða hval þó að hann sé blendingur ef hann heyrir ekki undir það að vera langreyður,“ segir Ragnar. Þá dregur hann í efa að ráðherra hafi mátt breyta reglugerð um hvalskurð í byrjun sumars. Reglugerðin eigi sér stað í lögum. Slíkar reglur séu gjarnan sóttar í alþjóðlegt regluverk, ekki síst evrópskt. „Þá er það spurning hvort að það er einhvers staðar heimild til að veita undanþágu frá þeim reglum með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Ragnar.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Reglum um hvalskurð var aldrei fylgt Árið 2009 voru settar reglur um að hvalskurður stórhvela yrði að gerast innandyra þar sem um matvæli væri að ræða. Aldrei hefur verið farið eftir því segir fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. 7. ágúst 2018 06:00
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. 20. júlí 2018 16:27