Golf

Kylfingurinn Jarrod Lyle lést í gær en bað eiginkonu sína að lesa skilaboð frá sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jarrod Lyle með dóttur sinni.
Jarrod Lyle með dóttur sinni. Vísir/Getty
Ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle hefur tapað baráttunni við krabbamein en hans lést í gær aðeins 36 ára gamall.

Jarrod Lyle greindist fyrst með hvítblæði árið 1998 og svo aftur árið 2012 en það kom síðan aftur í fyrra.

Lyle náði hæst í 142. sæti á heimslistanum en hann vann tvö mót á Nationwide mótaröðinni árið 2008. Lyle keppti síðast í fyrra.



Jarrod Lyle lést í gær í Ástralíu umrkringdur fjölskyldu sinni en hann hafði áður ákveðið að hætta í krabbameinsmeðferð.

Kona hans, Briony Lyle, sagði eiginmann sinn hafa verið hrærðran yfir öllum stuðninginn sem hann hafði fengið í baráttu sinni.

„Hann bað mig um að færa öllum þessi skilaboð: Takk fyrir allan stuðninginn sem skipti mig mjög miklu máli. Timi minn var stuttur en ef ég hef náð að fá fólk til að hugsa um og styðja við þær fjölskyldur sem berjast við krabbamein þá eyddi ég vonandi ekki mínum tíma til einskis,“ sagði Briony Lyle um skilaboðin frá eiginmanni sínum.

Skilaboðin voru þannig á ensku: „Thanks for your support, it meant the world. My time was short, but if I've helped people think and act on behalf of those families who suffer through cancer, hopefully it wasn't wasted.“

Þau áttu saman tvær dætur, Lusi sem er sex ára og Jemma sem er tveggja ára.

Kylfingar allstaðar að í heiminum hafa minnst Jarrod Lyle og sent fjölskyldu hans samúðarkveðjur.





 



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×