Tímaspursmál hvenær stórmót í golfi verður haldið hér á landi Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2018 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Evrópumótaröðin í golfi í kvennaflokki er í viðræðum við Golfsamband Íslands um að mót verði haldið hér á landi einn daginn en þetta staðfesti bæði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, og fjölmiðlafulltrúi Evrópumótaraðarinnar í samtali við Fréttablaðið. Er um að ræða næststerkustu mótaröð heims í kvennaflokki sem Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, leikur á. Í samtali við íþróttadeild Fréttablaðsins staðfesti Haukur að þessar viðræður hefðu staðið yfir í svolítinn tíma en væru enn á grunnstigi. Fram undan væri fundur með forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar þar sem nánar væri farið í þetta. „Viðræðurnar hófust á síðasta ári, þau eru afar áhugasöm um að halda mót á Íslandi eftir að hafa hrifist af íslensku kylfingunum á mótaröðinni en þetta er enn á grunnstigi. Við erum að fara að funda með þeim á Íslandi á næstunni og halda áfram að skoða möguleikann á þessu. Ég get fullyrt að þetta er ekki á dagskrá allavega næstu tvö árin. Það er ansi margt sem þarf að huga að þegar kemur að þessu en það er bara tímaspursmál hvenær stórmót í golfi fer fram á Íslandi, hvort sem það verður í karla- eða kvennaflokki.“ Líkt og búast mátti við er stærsta vandamálið að fjármagna verkefnið en heildarverðlaunaféð þarf að vera 250.000 evrur eða rétt rúmlega 30 milljónir íslenskra króna sem styrktaraðilar mótsins greiða. „Við erum með vellina og aðstæður til að halda slíkt mót, við höfum haldið alþjóðleg mót áður, en stærsta verkefnið verður að finna fyrirtæki sem vilja vera styrktaraðilar. Þumalputtareglan er að mótið kosti yfirleitt helmingi meira svo að það er hægt að horfa á að ef verðlaunaféð er þrjátíu milljónir erum við að horfa á heildarpakka upp á fimmtíu til sextíu milljónir,“ sagði Haukur og bætti við: „Það segir sig sjálft að hvaða fyrirtæki sem er getur ekki tekið þátt í þessu. Fyrir vikið erum við vongóðir um að alþjóðleg fyrirtæki sem eru á Íslandi sýni þessu áhuga. Svo er auðvitað frábær landkynning í þessu fyrir Ísland. Þetta er allt tekið upp og hægt er að nota það til framtíðar,“ sagði Haukur en algengt er að þrjú til fjögur fyrirtæki taki að sér að fjármagna mótið. Hann segir að GSÍ sé ekki byrjað að ræða við velli né styrktaraðila um að koma að verkefninu en að sambandið sé með hugmyndir. „Viðræður eru ekki hafnar en auðvitað erum við með hugmyndir um hvaða vellir kæmu til greina. Það getur ekki hvaða völlur sem er tekið við 150 kylfingum og öllu amstrinu sem er í kringum þetta, rétt eins og það getur ekki hvaða fyrirtæki sem er borgað þessar upphæðir. Það þarf að vera góð gistiaðstaða, góð aðstaða til að sýna frá mótinu og til að taka á móti áhorfendum á vellinum þannig að það útilokar ýmsa velli,“ sagði Haukur. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Evrópumótaröðin í golfi í kvennaflokki er í viðræðum við Golfsamband Íslands um að mót verði haldið hér á landi einn daginn en þetta staðfesti bæði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, og fjölmiðlafulltrúi Evrópumótaraðarinnar í samtali við Fréttablaðið. Er um að ræða næststerkustu mótaröð heims í kvennaflokki sem Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, leikur á. Í samtali við íþróttadeild Fréttablaðsins staðfesti Haukur að þessar viðræður hefðu staðið yfir í svolítinn tíma en væru enn á grunnstigi. Fram undan væri fundur með forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar þar sem nánar væri farið í þetta. „Viðræðurnar hófust á síðasta ári, þau eru afar áhugasöm um að halda mót á Íslandi eftir að hafa hrifist af íslensku kylfingunum á mótaröðinni en þetta er enn á grunnstigi. Við erum að fara að funda með þeim á Íslandi á næstunni og halda áfram að skoða möguleikann á þessu. Ég get fullyrt að þetta er ekki á dagskrá allavega næstu tvö árin. Það er ansi margt sem þarf að huga að þegar kemur að þessu en það er bara tímaspursmál hvenær stórmót í golfi fer fram á Íslandi, hvort sem það verður í karla- eða kvennaflokki.“ Líkt og búast mátti við er stærsta vandamálið að fjármagna verkefnið en heildarverðlaunaféð þarf að vera 250.000 evrur eða rétt rúmlega 30 milljónir íslenskra króna sem styrktaraðilar mótsins greiða. „Við erum með vellina og aðstæður til að halda slíkt mót, við höfum haldið alþjóðleg mót áður, en stærsta verkefnið verður að finna fyrirtæki sem vilja vera styrktaraðilar. Þumalputtareglan er að mótið kosti yfirleitt helmingi meira svo að það er hægt að horfa á að ef verðlaunaféð er þrjátíu milljónir erum við að horfa á heildarpakka upp á fimmtíu til sextíu milljónir,“ sagði Haukur og bætti við: „Það segir sig sjálft að hvaða fyrirtæki sem er getur ekki tekið þátt í þessu. Fyrir vikið erum við vongóðir um að alþjóðleg fyrirtæki sem eru á Íslandi sýni þessu áhuga. Svo er auðvitað frábær landkynning í þessu fyrir Ísland. Þetta er allt tekið upp og hægt er að nota það til framtíðar,“ sagði Haukur en algengt er að þrjú til fjögur fyrirtæki taki að sér að fjármagna mótið. Hann segir að GSÍ sé ekki byrjað að ræða við velli né styrktaraðila um að koma að verkefninu en að sambandið sé með hugmyndir. „Viðræður eru ekki hafnar en auðvitað erum við með hugmyndir um hvaða vellir kæmu til greina. Það getur ekki hvaða völlur sem er tekið við 150 kylfingum og öllu amstrinu sem er í kringum þetta, rétt eins og það getur ekki hvaða fyrirtæki sem er borgað þessar upphæðir. Það þarf að vera góð gistiaðstaða, góð aðstaða til að sýna frá mótinu og til að taka á móti áhorfendum á vellinum þannig að það útilokar ýmsa velli,“ sagði Haukur.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira