Umbreytingar í veðri gætu hafist um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 22:34 Fátt hefur verið um fína drætti í sumarveðrinu SV-lands. Gangi spáin eftir gæti breyting orðið þar á. Myndin er fengin úr safni þökk sé tíðarfarsins í sumar. Vísir/Eyþór Veðurspálíkön benda til þess að þrálát staða veðurkerfa sem hefur sett mark sitt á sumarið á Íslandi gæti riðlast um helgina. Því gæti fylgt fleiri sólardagar og hiti yfir meðaltali. Veðurfræðingur hvetur þó til hóflegrar bjartsýni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um horfur fyrir ágústmánuð í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vitnar hannar þar til hugleiðingar bandarísks veðurfræðings sem hefur túlkað mánaðarspá fyrir ágúst út frá bandarísku spálíkani. Spá hans gerir ráð fyrir því að fyrirstöðuhæð sem hefur marað yfir Skandinavíu í sumar hjaðni og umbreyting gæti orðið þegar um helgina. Við taki bylgjumynstur í háloftunum næstu vikurnar sem einkennist af hæðarhrygg frá Íslandi og Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og öðrum yfir Norðvestur-Kanada og Íshafinu. „Ef þessi spá gengi eftir væru það ágæt tíðindi fyrir okkur. Í stað lægðaraveigju háloftavindsins og háloftakulda með sólarleysi og vætu, verður hæðarsveigja í straumnum. Sú breyting væri afgerandi og fylgdu þá fleiri sólardagar og hiti væntanlega yfir meðallagi. Vissulega ólíkir dagar eins og oftast, en tíðin frekar í þessa veru, en þá sem ríkt hefur framan af sumri,“ skrifar Einar. Spáin úr bandaríska spálíkaninu segir Einar samræmast mánaðaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) merkilega vel. Í henni sjáist svipaðar hæðarsveigjur og í því bandaríska. Hann hvetur þó til þess að fólk stilli væntingum sínum í hóf. „Sjáum hvað setur og verum hóflega bjartsýn!“ skrifar Einar. Veður Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Veðurspálíkön benda til þess að þrálát staða veðurkerfa sem hefur sett mark sitt á sumarið á Íslandi gæti riðlast um helgina. Því gæti fylgt fleiri sólardagar og hiti yfir meðaltali. Veðurfræðingur hvetur þó til hóflegrar bjartsýni. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um horfur fyrir ágústmánuð í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vitnar hannar þar til hugleiðingar bandarísks veðurfræðings sem hefur túlkað mánaðarspá fyrir ágúst út frá bandarísku spálíkani. Spá hans gerir ráð fyrir því að fyrirstöðuhæð sem hefur marað yfir Skandinavíu í sumar hjaðni og umbreyting gæti orðið þegar um helgina. Við taki bylgjumynstur í háloftunum næstu vikurnar sem einkennist af hæðarhrygg frá Íslandi og Suður-Grænlandi til Bretlandseyja og öðrum yfir Norðvestur-Kanada og Íshafinu. „Ef þessi spá gengi eftir væru það ágæt tíðindi fyrir okkur. Í stað lægðaraveigju háloftavindsins og háloftakulda með sólarleysi og vætu, verður hæðarsveigja í straumnum. Sú breyting væri afgerandi og fylgdu þá fleiri sólardagar og hiti væntanlega yfir meðallagi. Vissulega ólíkir dagar eins og oftast, en tíðin frekar í þessa veru, en þá sem ríkt hefur framan af sumri,“ skrifar Einar. Spáin úr bandaríska spálíkaninu segir Einar samræmast mánaðaspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (ECMWF) merkilega vel. Í henni sjáist svipaðar hæðarsveigjur og í því bandaríska. Hann hvetur þó til þess að fólk stilli væntingum sínum í hóf. „Sjáum hvað setur og verum hóflega bjartsýn!“ skrifar Einar.
Veður Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira