Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2018 11:09 Kolbrún Baldursdóttir telur að skoða eigi af fullri alvöru að flytja inn eistnesk timburhús. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að skoðað verði af alvöru að auka framboð húsnæðis í Reykjavík með því að flytja inn ódýr og nett timburhús frá Eistlandi. Kolbrún lagði þetta til fyrir hönd flokksins á fundi borgarráðs í gær. Á dögunum fékk Reykjavíkurborg bágt fyrir í áliti umboðsmanns Alþingis á dögunum sem skoðaði úrræði fyrir heimilislausa í borginni. „Heimilislausir hafa verið afgangsstærð borgarinnar árum saman. Heimilislausir eru fjölbreyttur hópur af öllum kynjum, á ólíkum aldri, einstaklingar, öryrkjar, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og eldri borgarar. Að vera heimilislaus merkir að hafa ekki aðgang að húsnæði að staðaldri á sama stað þar sem viðkomandi getur kallað sitt heimili. Jafnframt þurfa að vera til úrræði fyrir utangarðsfólk s.s. fjölgun smáhýsa og þeir sem óska eftir að búa í húsbílum sínum þurfa framtíðarsvæði nálægt grunnþjónustu,“ segir í bókun við almenna umræðu um málið á fundinum í gær. „Óhætt er að fullyrða að það ríkir ófremdarástand í þessum málum í borginni, sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Það er verið að byggja í borginni, fasteignir sem í flestum tilfellum verða seldar fyrir upphæðir sem þessum hópum er fyrirmunað að ráða við að greiða. Félagslega íbúðakerfið er í molum í Reykjavík. Á biðlista bíða hundruð fjölskyldna eftir félagslegu húsnæði og mörg dæmi eru um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki viðhaldið sem skyldi.“Kosti fullbúin 16 milljónir króna Kolbrún segir það mat Flokks fólksins að hægt sé að fara ólíkar leiðir í að auka framboð húsnæðis til að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari. Nefnir hún sem dæmi að í viðtali við verkefnastjóra Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal á RÚV greindi hann frá innfluttum 50 fermetra timburhúsum frá Eistlandi, sem fullbúin kosta 16 milljónir. Leggur Flokkur fólksins til að borgin bregðist við viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra að flytja inn timburhús frá Eistlandi sambærileg þeim sem flutt voru inn á Bíldudal. Með að það markmiði að gefa þeim einstaklingum og fjölskyldum sem búið hafa við viðvarandi óstöðugleika í húsnæðismálum tækifæri til að eignast heimili. „Eins og vitað er hefur lóðarverð í borginni verið hátt og einnig byggingarkostnaður. Leiguverð er jafnframt gríðarhátt og nánast útilokað að lægst launuðu einstaklingarnir og fjölskyldurnar geti verið á leigumarkaði. Grípa þarf til tilfjölbreyttra aðgerða til að mæta þessum mikla húsnæðisvanda sem þessi hópur hefur verið settur í ef vandinn á ekki að taka á sig enn alvarlegri myndir með tilheyrandi afleiðingum. Sérstakar áhyggur eru af börnunum í þeim fjölskyldum sem hafa verið á vergangi kannski árum saman. Með tillögunni um að flytja inn timburhús frá Eistlandi er verið að tala um að reisa húsnæði sem efnaminna fólk hefur ráð á að leigja eða kaupa án þess að skuldsetja sig langt umfram greiðslugetu,“ segir í greinargerð sem fylgir bókuninni. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill að skoðað verði af alvöru að auka framboð húsnæðis í Reykjavík með því að flytja inn ódýr og nett timburhús frá Eistlandi. Kolbrún lagði þetta til fyrir hönd flokksins á fundi borgarráðs í gær. Á dögunum fékk Reykjavíkurborg bágt fyrir í áliti umboðsmanns Alþingis á dögunum sem skoðaði úrræði fyrir heimilislausa í borginni. „Heimilislausir hafa verið afgangsstærð borgarinnar árum saman. Heimilislausir eru fjölbreyttur hópur af öllum kynjum, á ólíkum aldri, einstaklingar, öryrkjar, barnafjölskyldur, einstæðir foreldrar og eldri borgarar. Að vera heimilislaus merkir að hafa ekki aðgang að húsnæði að staðaldri á sama stað þar sem viðkomandi getur kallað sitt heimili. Jafnframt þurfa að vera til úrræði fyrir utangarðsfólk s.s. fjölgun smáhýsa og þeir sem óska eftir að búa í húsbílum sínum þurfa framtíðarsvæði nálægt grunnþjónustu,“ segir í bókun við almenna umræðu um málið á fundinum í gær. „Óhætt er að fullyrða að það ríkir ófremdarástand í þessum málum í borginni, sérstaklega þegar kemur að húsnæði fyrir efnaminna og fátækt fólk. Það er verið að byggja í borginni, fasteignir sem í flestum tilfellum verða seldar fyrir upphæðir sem þessum hópum er fyrirmunað að ráða við að greiða. Félagslega íbúðakerfið er í molum í Reykjavík. Á biðlista bíða hundruð fjölskyldna eftir félagslegu húsnæði og mörg dæmi eru um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki viðhaldið sem skyldi.“Kosti fullbúin 16 milljónir króna Kolbrún segir það mat Flokks fólksins að hægt sé að fara ólíkar leiðir í að auka framboð húsnæðis til að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari. Nefnir hún sem dæmi að í viðtali við verkefnastjóra Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal á RÚV greindi hann frá innfluttum 50 fermetra timburhúsum frá Eistlandi, sem fullbúin kosta 16 milljónir. Leggur Flokkur fólksins til að borgin bregðist við viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra að flytja inn timburhús frá Eistlandi sambærileg þeim sem flutt voru inn á Bíldudal. Með að það markmiði að gefa þeim einstaklingum og fjölskyldum sem búið hafa við viðvarandi óstöðugleika í húsnæðismálum tækifæri til að eignast heimili. „Eins og vitað er hefur lóðarverð í borginni verið hátt og einnig byggingarkostnaður. Leiguverð er jafnframt gríðarhátt og nánast útilokað að lægst launuðu einstaklingarnir og fjölskyldurnar geti verið á leigumarkaði. Grípa þarf til tilfjölbreyttra aðgerða til að mæta þessum mikla húsnæðisvanda sem þessi hópur hefur verið settur í ef vandinn á ekki að taka á sig enn alvarlegri myndir með tilheyrandi afleiðingum. Sérstakar áhyggur eru af börnunum í þeim fjölskyldum sem hafa verið á vergangi kannski árum saman. Með tillögunni um að flytja inn timburhús frá Eistlandi er verið að tala um að reisa húsnæði sem efnaminna fólk hefur ráð á að leigja eða kaupa án þess að skuldsetja sig langt umfram greiðslugetu,“ segir í greinargerð sem fylgir bókuninni.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sveitarfélög tryggi heimilislausu fólki ekki fullnægjandi aðstoð 12. júlí 2018 19:30 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22