Blendingurinn verður ekki fluttur til Japan Gissur Sigurðsson skrifar 20. júlí 2018 16:27 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Vísir/Anton Brink Óheimilt verður að flytja kjötið af Blendingshvalnum, sem nýverið veiddist hér við land, til Japans, en þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. Hvalurinn var blendingur af steypireiði og langreiði, en steypireiðin er alfriðuð. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrátt fyrir það telst ekki lögbrot að hafa veitt hvalinn því verndun á ýmsum hvalastofnum nær ekki til blendinga, þótt ýmis dýraverndarsamtök hafa haldið því fram að svo sé. Hvalurinn var skorinn og unninn niður í einingar líkt og tíðkast með aðra hvali. Matvælastofnun sér um sýnatöku úr öllum veiddum hvölum og sendir niðurstöður um sýnin til Japans, en Japanir krefjast hins vegar ekki vottunar. Að öðru leyti skiptir stofnunin sér ekki af útflutningnum. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefur út kvóta og veiðiheimildir og skiptir sér ekki nánar af útflutningnum. Hins vegar fara allar útflutningstölur á borð Fiskistofu og þar á bæ fengust þær upplýsingar að útflutningurinn væri ekki heimill til Japans, því Japan og Ísland eru aðilar að Cites samkomulaginu, sem snýst um bann við viðskiptum með afurðir af dýrum í útrýmingarhættu, en steypireiðurinn er í þeim flokki. Hugsasanlegt væri þó að flytja kjötið til einhvers lands sem ekki er aðili að Cites en neysla á hvalkjöti er afar fátíð annarsstaðar í heiminum.Ekki náðist í Kristján Loftsson forstjóra Hvals í morgun til að grennslast fyrir um hvað verður af kjötinu. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Óheimilt verður að flytja kjötið af Blendingshvalnum, sem nýverið veiddist hér við land, til Japans, en þangað hefur nær allt hvalkjöt verið flutt til þessa. Hvalurinn var blendingur af steypireiði og langreiði, en steypireiðin er alfriðuð. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrátt fyrir það telst ekki lögbrot að hafa veitt hvalinn því verndun á ýmsum hvalastofnum nær ekki til blendinga, þótt ýmis dýraverndarsamtök hafa haldið því fram að svo sé. Hvalurinn var skorinn og unninn niður í einingar líkt og tíðkast með aðra hvali. Matvælastofnun sér um sýnatöku úr öllum veiddum hvölum og sendir niðurstöður um sýnin til Japans, en Japanir krefjast hins vegar ekki vottunar. Að öðru leyti skiptir stofnunin sér ekki af útflutningnum. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefur út kvóta og veiðiheimildir og skiptir sér ekki nánar af útflutningnum. Hins vegar fara allar útflutningstölur á borð Fiskistofu og þar á bæ fengust þær upplýsingar að útflutningurinn væri ekki heimill til Japans, því Japan og Ísland eru aðilar að Cites samkomulaginu, sem snýst um bann við viðskiptum með afurðir af dýrum í útrýmingarhættu, en steypireiðurinn er í þeim flokki. Hugsasanlegt væri þó að flytja kjötið til einhvers lands sem ekki er aðili að Cites en neysla á hvalkjöti er afar fátíð annarsstaðar í heiminum.Ekki náðist í Kristján Loftsson forstjóra Hvals í morgun til að grennslast fyrir um hvað verður af kjötinu.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30