„Það var framið á mér verkfallsbrot“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:00 Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira