Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: "Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 21:16 Elísabet Ronaldsdóttir. Vísir/EPA „Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ segir kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir í bréfi til orðunefndar forsetaembættisins. Þar lýsir hún því yfir að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu því Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hefði verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari og hefur meðal annars klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blond og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjölda mynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal Mýrina, Reykjavík Rotterdam, Brúðgumann, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð. Forseti Íslands veitti Pi Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, stórriddarakross í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í janúar í fyrra. Elísabet segist hafa orðið þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskir og alþjóðlegri kvikmyndagerð, í janúar árið 2016. „Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt,“ segir Elísabet í orðsendingu sinni til orðunefndar forsetaembættisins sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa komist að því nýlega að Kjærsgaard hefði fengið stórriddarakrossinn en Elísabet segir hana vera trúlega „hættulegasta og mest sjarmerandi kynþáttahatara“ norrænna stjórnmála. „Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 „Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29 Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
„Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara,“ segir kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir í bréfi til orðunefndar forsetaembættisins. Þar lýsir hún því yfir að hún hafi ákveðið að skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu því Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hefði verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet hefur getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari og hefur meðal annars klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blond og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjölda mynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal Mýrina, Reykjavík Rotterdam, Brúðgumann, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð. Forseti Íslands veitti Pi Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, stórriddarakross í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í janúar í fyrra. Elísabet segist hafa orðið þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskir og alþjóðlegri kvikmyndagerð, í janúar árið 2016. „Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt,“ segir Elísabet í orðsendingu sinni til orðunefndar forsetaembættisins sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa komist að því nýlega að Kjærsgaard hefði fengið stórriddarakrossinn en Elísabet segir hana vera trúlega „hættulegasta og mest sjarmerandi kynþáttahatara“ norrænna stjórnmála. „Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 „Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29 Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
„Fékk testósteróneitrun eftir hasarmynd með Keanu Reeves“ Í viðtali við þáttinn Fókus segir Elísabet Ronaldsdóttir að hún hafi verið með bíódellu frá átta ára aldri en hún lærði seinna meir við London International Film School. 25. ágúst 2014 12:29
Hrósar Elísabetu Ronalds fyrir klippingu Kvikmyndin John Wick fær góða dóma á síðunni IONCINEMA. 29. október 2014 18:00
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07