Síðustu fjögur holl með yfir 100 laxa í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2018 09:00 Veiðin í Langá í Mýrum hefur verið mjög góð síðan áin fór að sjatna fyrir 12 dögum síðan og hafa öll hollin sem hafa verið við veiðar síðan farið yfir 100 laxa. Holl sem er við veiðar núna en lýkur veiðum á hádegi í dag var komið með 108 laxa og eiga eftir að klára morgunvaktina en þær hafa verið að gefa vel. Laxinn er farinn að dreifa sér aðeins betur í ánni en öll svæði eru nú vel inni nema þá helst svæðið fyrir ofan Hrafnseyri. Það sem vekur eftirtekt er aukið hlutfall stórlaxa í ánni en hollið sem er núna við veiðar hefur landað þremur löxum yfir 80 sm og á Breiðunni í Morgun slapp stórlax af flugunni örstutt frá landi og það var einn sá stærsti sem hefur sést í ánni í sumar. Veiðin hjá síðustu hollum hefur verið afar góð en þau hafa öll farið yfir 100 laxa og hollið sem lýkur veiðum í dag var komið með 108 laxa í gærkvöldi og átti þá morgunvaktina í dag eftir. Tími smáflugnana er klárlega kominn því langmesta veiðin er á litlar flugur í stærðum 14-16 en einnig er að veiðast vel á hitch. Það er ennþá góður kraftur í göngunum og þess vegna spennandi að sjá hvað næstu holl koma til með að gera en áin er í gullvatni þessa dagana og spáin framundan veiðimönnum hægstæð. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði
Veiðin í Langá í Mýrum hefur verið mjög góð síðan áin fór að sjatna fyrir 12 dögum síðan og hafa öll hollin sem hafa verið við veiðar síðan farið yfir 100 laxa. Holl sem er við veiðar núna en lýkur veiðum á hádegi í dag var komið með 108 laxa og eiga eftir að klára morgunvaktina en þær hafa verið að gefa vel. Laxinn er farinn að dreifa sér aðeins betur í ánni en öll svæði eru nú vel inni nema þá helst svæðið fyrir ofan Hrafnseyri. Það sem vekur eftirtekt er aukið hlutfall stórlaxa í ánni en hollið sem er núna við veiðar hefur landað þremur löxum yfir 80 sm og á Breiðunni í Morgun slapp stórlax af flugunni örstutt frá landi og það var einn sá stærsti sem hefur sést í ánni í sumar. Veiðin hjá síðustu hollum hefur verið afar góð en þau hafa öll farið yfir 100 laxa og hollið sem lýkur veiðum í dag var komið með 108 laxa í gærkvöldi og átti þá morgunvaktina í dag eftir. Tími smáflugnana er klárlega kominn því langmesta veiðin er á litlar flugur í stærðum 14-16 en einnig er að veiðast vel á hitch. Það er ennþá góður kraftur í göngunum og þess vegna spennandi að sjá hvað næstu holl koma til með að gera en áin er í gullvatni þessa dagana og spáin framundan veiðimönnum hægstæð.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði