Þegar litlu flugurnar gefa best Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2018 10:00 Haukur númer 16# er lítil en afar gjöful fluga. Nú er laxveiðitímabilið að ná hámarki sínu og veiðitölur úr ánum á vestur og suðurlandi gefa góða von um gott framhald enda smálaxagöngur sterkar í þessum landshlutum. Þetta er gjarnan sá tími þegar litlu flugurnar eru mest notaðar eða er þetta tíminn þegar litlu flugurnar gefa best? Það hefur verið margreynt og sannað í gegnum árin að þegar laxinn er nýkominn í árnar að hann tekur minni flugur oft betur en túpurnar en af hverju það er þannig getur líklega engin svarað því nákvæmlega. Því hefur verið haldið á fram að þegar það er veitt mikið á stórar túpur eða sökkenda í tærum ám þá valdi það stressi í laxinum og afleiðingin af því sé sú að hann taki verr eftir að þannig hefur verið veitt. Þegar það er veitt á t.d. hitch eða litlar flugur á flotlínu þá sé ekki röskun ofan í hylnum og sá lax sem ætlar sér að taka hefur alveg fyrir því að synda af sínum legustað til að stökkva á fluguna jafnvel þó hann liggji á nokkru dýpi eða talsvert frá flugunni. Þegar leiðsögumenn við árnar hvetja veiðimenn til að veiða á litlar flugur er það bara af einni ástæðu. Þeir vilja að þér gangi vel við veiðarnar, svo einfalt er það. Það er þess vegna mikilvægt fyrir þá sem eru að koma til veiða við árnar að eiga gott samtal við leiðsögumennina um hvað sé að virka best á hverjum tíma enda eru þetta menn sem eyða sumrinu við árnar og þekkja þær vel. Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði
Nú er laxveiðitímabilið að ná hámarki sínu og veiðitölur úr ánum á vestur og suðurlandi gefa góða von um gott framhald enda smálaxagöngur sterkar í þessum landshlutum. Þetta er gjarnan sá tími þegar litlu flugurnar eru mest notaðar eða er þetta tíminn þegar litlu flugurnar gefa best? Það hefur verið margreynt og sannað í gegnum árin að þegar laxinn er nýkominn í árnar að hann tekur minni flugur oft betur en túpurnar en af hverju það er þannig getur líklega engin svarað því nákvæmlega. Því hefur verið haldið á fram að þegar það er veitt mikið á stórar túpur eða sökkenda í tærum ám þá valdi það stressi í laxinum og afleiðingin af því sé sú að hann taki verr eftir að þannig hefur verið veitt. Þegar það er veitt á t.d. hitch eða litlar flugur á flotlínu þá sé ekki röskun ofan í hylnum og sá lax sem ætlar sér að taka hefur alveg fyrir því að synda af sínum legustað til að stökkva á fluguna jafnvel þó hann liggji á nokkru dýpi eða talsvert frá flugunni. Þegar leiðsögumenn við árnar hvetja veiðimenn til að veiða á litlar flugur er það bara af einni ástæðu. Þeir vilja að þér gangi vel við veiðarnar, svo einfalt er það. Það er þess vegna mikilvægt fyrir þá sem eru að koma til veiða við árnar að eiga gott samtal við leiðsögumennina um hvað sé að virka best á hverjum tíma enda eru þetta menn sem eyða sumrinu við árnar og þekkja þær vel.
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði