Einhver sú versta tíð í heyskap á Snæfellsnesi sem menn muna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2018 12:00 Bóndi lýsir sumrinu sem einu því versta sem hann hefur lifað. Vísir/Vilhelm „Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
„Það gengur alveg ömurlega. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er náttúrulega bara einhver versta tíð sem maður hefur upplifað. Það er ekki nóg með að heyskapurinn gangi illa heldur er bara varla farandi um túnin,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson, kúabóndi á Eiði við Kolgrafarfjörð, aðspurður um hvernig heyskapur hafi gengið í þeirri miklu vætutíð sem hefur verið á Snæfellsnesinu í sumar. Segir hann að ástandið sé svipað og á Suðurlandi. Bjarni segir rigningarnar hafa verið ofboðslega miklar en segir þetta ekki í fyrsta skipti sem bændur upplifa slíkt. „Þessir gömlu hérna í sveitinni, þeir sem maður hefur talað við, eru svo sem sammála um það að það hafi ekki verið svona slæmt sumar síðan 1955,“ segir Bjarni. Bóndinn segir að þótt sprettan sé góð, í raun of mikil þar sem hann kemst ekki á túnin, verði heyið blautt og lélegt. Það hafi í för með sér meiri kostnað. „Auðvitað skiptir hver króna máli og áburðurinn kostar fullt af peningum. Ef maður er ekki að fá það út úr honum sem maður þarf er það auðvitað tjón. Þetta eru allt saman peningar. Það verður bara minna eftir,“ segir hann. Reksturinn segir Bjarni að sé töluvert þungur án þess að tíðarfarið sé svona slæmt. Þá sérstaklega fyrir sauðfjárbændur. „Þeir mega ekki við neinu.“ Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og annar varaformaður atvinnuveganefndar, segir ástandið áhyggjuefni. „En þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við.“ Hún tekur fram að með notkun íblöndunarefna hafi bændum tekist að bjarga sér. Sömuleiðis hafi þeir fáu góðviðrisdagar sem komið hafi í sumar bjargað miklu. Vandinn sé hins vegar meiri fyrir kúabændur en sauðfjárbændur. „Kúabændur þurfa að slá fyrr til að fá sterkara hey en sauðfjárbændur hafa getað geymt þetta aðeins,“ segir hún og bætir því við að þótt sauðfjárbændur séu rólegri fari ástandið að verða mjög erfitt fyrir kúabændur. „Við skulum ekki gleyma því að fyrir norðan og austan hefur verið mjög gott sumar. Kannski að þeir verði eitthvað aflögufærir og að það verði hægt að kaupa af þeim hey,“ segir Halla Signý. Þá segir hún að Norðmenn og Svíar hafi haft samband til Íslands í von um að kaupa hey en segist ekki sjá fyrir sér að bændur geti svarað því kalli. En erfiðleikar bænda nú vegna vætutíðar eru ekki málefni sem ratar inn á borð atvinnuveganefndar, að því er Halla Signý tekur fram. „Það er annað áhyggjuefni hjá bændum sem er afurðaverð og afkoman. En þetta bætir ekki stöðuna.“
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira