Deildir sameinaðar og ómskoðunum fækkað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. Róðurinn á Landspítalanum þyngist dag frá degi og hafa stjórnendur spítalans brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild og sameina hana kvenlækningadeild 21A. Frá og með mánudeginum fellur fyrsta reglubundna ómskoðun þungaðra kvenna niður á Landspítalanum en hún hefur verið konum í boði á elleftu til fjórtándu viku meðgöngu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, margar konur hafa hringt og spurt um fyrstu ómskoðunina og óskað eftir tíma hjá þeim. Þar er ekki hægt að bæta við konum í slíka skoðun því fáir tímar eru í boði út af mannskap. Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir á fósturgreiningardeild, segir að flestar konur þiggi þessa rannsókn. “Við erum að telja fóstrin inn í mömmu og meta meðgöngulengd og þar með setja væntanlegan fæðingar. Í þessari skoðun greinum við alvarlegustu fósturgallana. Það er á þessum tímapunkti sem fólk þarf stundum að taka alvarlegar ákvarðanir. Það er gott að geta klárað það þarna í stað þess að bíða til 20 vikna,” segir Signý. Í næstu viku eru 69 konur bókaðar í þennan tiltekna sónar og verðandi móðir sem fréttastofa heyrði í og á bókaðan tíma segir stöðuna valda sér miklu hugarangri. Henni var sagt að mæta í tímann en hvort af honum verður kemur bara í ljós. Átta ljósmæður vinna á fósturgreiningardeildinni og hafa tvær af þeim sagt upp störfum og er Signý önnur þeirra. “Mér er svolítið misboðið hvernig launasetning okkar hefur verið. Ég gæti fengið svipuð laun á því að vera bara yfir krónubúð einhvers staðar með enga ábyrgð á mannslífum og ekki átta ára menntun og þjálfun á bakinu,” segir hún um stöðuna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. Róðurinn á Landspítalanum þyngist dag frá degi og hafa stjórnendur spítalans brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild og sameina hana kvenlækningadeild 21A. Frá og með mánudeginum fellur fyrsta reglubundna ómskoðun þungaðra kvenna niður á Landspítalanum en hún hefur verið konum í boði á elleftu til fjórtándu viku meðgöngu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, margar konur hafa hringt og spurt um fyrstu ómskoðunina og óskað eftir tíma hjá þeim. Þar er ekki hægt að bæta við konum í slíka skoðun því fáir tímar eru í boði út af mannskap. Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir á fósturgreiningardeild, segir að flestar konur þiggi þessa rannsókn. “Við erum að telja fóstrin inn í mömmu og meta meðgöngulengd og þar með setja væntanlegan fæðingar. Í þessari skoðun greinum við alvarlegustu fósturgallana. Það er á þessum tímapunkti sem fólk þarf stundum að taka alvarlegar ákvarðanir. Það er gott að geta klárað það þarna í stað þess að bíða til 20 vikna,” segir Signý. Í næstu viku eru 69 konur bókaðar í þennan tiltekna sónar og verðandi móðir sem fréttastofa heyrði í og á bókaðan tíma segir stöðuna valda sér miklu hugarangri. Henni var sagt að mæta í tímann en hvort af honum verður kemur bara í ljós. Átta ljósmæður vinna á fósturgreiningardeildinni og hafa tvær af þeim sagt upp störfum og er Signý önnur þeirra. “Mér er svolítið misboðið hvernig launasetning okkar hefur verið. Ég gæti fengið svipuð laun á því að vera bara yfir krónubúð einhvers staðar með enga ábyrgð á mannslífum og ekki átta ára menntun og þjálfun á bakinu,” segir hún um stöðuna.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira