Deildir sameinaðar og ómskoðunum fækkað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. Róðurinn á Landspítalanum þyngist dag frá degi og hafa stjórnendur spítalans brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild og sameina hana kvenlækningadeild 21A. Frá og með mánudeginum fellur fyrsta reglubundna ómskoðun þungaðra kvenna niður á Landspítalanum en hún hefur verið konum í boði á elleftu til fjórtándu viku meðgöngu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, margar konur hafa hringt og spurt um fyrstu ómskoðunina og óskað eftir tíma hjá þeim. Þar er ekki hægt að bæta við konum í slíka skoðun því fáir tímar eru í boði út af mannskap. Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir á fósturgreiningardeild, segir að flestar konur þiggi þessa rannsókn. “Við erum að telja fóstrin inn í mömmu og meta meðgöngulengd og þar með setja væntanlegan fæðingar. Í þessari skoðun greinum við alvarlegustu fósturgallana. Það er á þessum tímapunkti sem fólk þarf stundum að taka alvarlegar ákvarðanir. Það er gott að geta klárað það þarna í stað þess að bíða til 20 vikna,” segir Signý. Í næstu viku eru 69 konur bókaðar í þennan tiltekna sónar og verðandi móðir sem fréttastofa heyrði í og á bókaðan tíma segir stöðuna valda sér miklu hugarangri. Henni var sagt að mæta í tímann en hvort af honum verður kemur bara í ljós. Átta ljósmæður vinna á fósturgreiningardeildinni og hafa tvær af þeim sagt upp störfum og er Signý önnur þeirra. “Mér er svolítið misboðið hvernig launasetning okkar hefur verið. Ég gæti fengið svipuð laun á því að vera bara yfir krónubúð einhvers staðar með enga ábyrgð á mannslífum og ekki átta ára menntun og þjálfun á bakinu,” segir hún um stöðuna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. Róðurinn á Landspítalanum þyngist dag frá degi og hafa stjórnendur spítalans brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild og sameina hana kvenlækningadeild 21A. Frá og með mánudeginum fellur fyrsta reglubundna ómskoðun þungaðra kvenna niður á Landspítalanum en hún hefur verið konum í boði á elleftu til fjórtándu viku meðgöngu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, margar konur hafa hringt og spurt um fyrstu ómskoðunina og óskað eftir tíma hjá þeim. Þar er ekki hægt að bæta við konum í slíka skoðun því fáir tímar eru í boði út af mannskap. Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir á fósturgreiningardeild, segir að flestar konur þiggi þessa rannsókn. “Við erum að telja fóstrin inn í mömmu og meta meðgöngulengd og þar með setja væntanlegan fæðingar. Í þessari skoðun greinum við alvarlegustu fósturgallana. Það er á þessum tímapunkti sem fólk þarf stundum að taka alvarlegar ákvarðanir. Það er gott að geta klárað það þarna í stað þess að bíða til 20 vikna,” segir Signý. Í næstu viku eru 69 konur bókaðar í þennan tiltekna sónar og verðandi móðir sem fréttastofa heyrði í og á bókaðan tíma segir stöðuna valda sér miklu hugarangri. Henni var sagt að mæta í tímann en hvort af honum verður kemur bara í ljós. Átta ljósmæður vinna á fósturgreiningardeildinni og hafa tvær af þeim sagt upp störfum og er Signý önnur þeirra. “Mér er svolítið misboðið hvernig launasetning okkar hefur verið. Ég gæti fengið svipuð laun á því að vera bara yfir krónubúð einhvers staðar með enga ábyrgð á mannslífum og ekki átta ára menntun og þjálfun á bakinu,” segir hún um stöðuna.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira