Öruggara á internetinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 Ráðstefnan hefst í Hörpu í dag klukkan níu. Fréttablaðið/SigtryggurAri Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00
Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53