Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 20:30 Ásta Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. Vísir/Einar Störf Óbyggðanefndar hafa dregist í um að minnsta kosti 17 ár en nefndinni er ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. Áætlaður heildarkostnaður er orðinn margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og var ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum árið 2007 en nú er gert ráð fyrir að þeim ljúki ekki fyrr en árið 2024. Formaður nefndarinnar segir störf hennar hafa dregist á langinn þar sem vinnan sé mun flóknari en menn hafi búist við í upphafi. „Þegar að nefndin fer að starfa þá kemur í ljós að þetta er miklu umfangsmeira, miklu fleiri skjöl sem þarf að skoða, og nefndin í upphafi tók þá afstöðu að það sé betra að rannsaka allt til hlítar, tryggja að öll skjöl séu komin fram áður en niðurstaðan er komin,“ segir Ása Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. „Svo til viðbótar kom efnahagshrun og strax í kjölfarið þá ákvað þáverandi ríkisstjórn að skera niður fjárheimildir til nefndarinnar. Þetta er, með réttu, ekki það verkefni sem er brýnast í efnahagskreppu.“Sjá einnig: Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir á Vísi í dag kostnaður við reksturinn hafi að auki verið vanáætlaður frá upphafi. En kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að störf nefndarinnar myndu kosta 520 milljónir á núvirði hefði nefndinni tekist að skila af sér árið 2007. Nú gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn frá ársbyrjun 1999 verði tæpir 1,9 milljarðar króna. Ása segir að kostnað við skjalaleit og gagnaöflun mun meiri en búist var við. En þar að auki hækki kostnaðurinn með tímanum. „Eftir því sem að lengist í störfum nefndarinnar því fleiri ár líða þar sem fólk er að störfum, það kostar líka. þess vegna var það okkar sjónarmið síðustu ár, og mitt líka, að því fyrr sem þetta er búið því minna kostar það.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar hafa dregist í um að minnsta kosti 17 ár en nefndinni er ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. Áætlaður heildarkostnaður er orðinn margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og var ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum árið 2007 en nú er gert ráð fyrir að þeim ljúki ekki fyrr en árið 2024. Formaður nefndarinnar segir störf hennar hafa dregist á langinn þar sem vinnan sé mun flóknari en menn hafi búist við í upphafi. „Þegar að nefndin fer að starfa þá kemur í ljós að þetta er miklu umfangsmeira, miklu fleiri skjöl sem þarf að skoða, og nefndin í upphafi tók þá afstöðu að það sé betra að rannsaka allt til hlítar, tryggja að öll skjöl séu komin fram áður en niðurstaðan er komin,“ segir Ása Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. „Svo til viðbótar kom efnahagshrun og strax í kjölfarið þá ákvað þáverandi ríkisstjórn að skera niður fjárheimildir til nefndarinnar. Þetta er, með réttu, ekki það verkefni sem er brýnast í efnahagskreppu.“Sjá einnig: Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir á Vísi í dag kostnaður við reksturinn hafi að auki verið vanáætlaður frá upphafi. En kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að störf nefndarinnar myndu kosta 520 milljónir á núvirði hefði nefndinni tekist að skila af sér árið 2007. Nú gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn frá ársbyrjun 1999 verði tæpir 1,9 milljarðar króna. Ása segir að kostnað við skjalaleit og gagnaöflun mun meiri en búist var við. En þar að auki hækki kostnaðurinn með tímanum. „Eftir því sem að lengist í störfum nefndarinnar því fleiri ár líða þar sem fólk er að störfum, það kostar líka. þess vegna var það okkar sjónarmið síðustu ár, og mitt líka, að því fyrr sem þetta er búið því minna kostar það.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00