Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 20:30 Ásta Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. Vísir/Einar Störf Óbyggðanefndar hafa dregist í um að minnsta kosti 17 ár en nefndinni er ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. Áætlaður heildarkostnaður er orðinn margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og var ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum árið 2007 en nú er gert ráð fyrir að þeim ljúki ekki fyrr en árið 2024. Formaður nefndarinnar segir störf hennar hafa dregist á langinn þar sem vinnan sé mun flóknari en menn hafi búist við í upphafi. „Þegar að nefndin fer að starfa þá kemur í ljós að þetta er miklu umfangsmeira, miklu fleiri skjöl sem þarf að skoða, og nefndin í upphafi tók þá afstöðu að það sé betra að rannsaka allt til hlítar, tryggja að öll skjöl séu komin fram áður en niðurstaðan er komin,“ segir Ása Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. „Svo til viðbótar kom efnahagshrun og strax í kjölfarið þá ákvað þáverandi ríkisstjórn að skera niður fjárheimildir til nefndarinnar. Þetta er, með réttu, ekki það verkefni sem er brýnast í efnahagskreppu.“Sjá einnig: Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir á Vísi í dag kostnaður við reksturinn hafi að auki verið vanáætlaður frá upphafi. En kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að störf nefndarinnar myndu kosta 520 milljónir á núvirði hefði nefndinni tekist að skila af sér árið 2007. Nú gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn frá ársbyrjun 1999 verði tæpir 1,9 milljarðar króna. Ása segir að kostnað við skjalaleit og gagnaöflun mun meiri en búist var við. En þar að auki hækki kostnaðurinn með tímanum. „Eftir því sem að lengist í störfum nefndarinnar því fleiri ár líða þar sem fólk er að störfum, það kostar líka. þess vegna var það okkar sjónarmið síðustu ár, og mitt líka, að því fyrr sem þetta er búið því minna kostar það.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar hafa dregist í um að minnsta kosti 17 ár en nefndinni er ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. Áætlaður heildarkostnaður er orðinn margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og var ætlað að skilgreina eignarhald á þjóðlendum og eignarlöndum. Í upphafi var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum árið 2007 en nú er gert ráð fyrir að þeim ljúki ekki fyrr en árið 2024. Formaður nefndarinnar segir störf hennar hafa dregist á langinn þar sem vinnan sé mun flóknari en menn hafi búist við í upphafi. „Þegar að nefndin fer að starfa þá kemur í ljós að þetta er miklu umfangsmeira, miklu fleiri skjöl sem þarf að skoða, og nefndin í upphafi tók þá afstöðu að það sé betra að rannsaka allt til hlítar, tryggja að öll skjöl séu komin fram áður en niðurstaðan er komin,“ segir Ása Ólafsdóttir, formaður Óbyggðanefndar. „Svo til viðbótar kom efnahagshrun og strax í kjölfarið þá ákvað þáverandi ríkisstjórn að skera niður fjárheimildir til nefndarinnar. Þetta er, með réttu, ekki það verkefni sem er brýnast í efnahagskreppu.“Sjá einnig: Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Framkvæmdastjóri nefndarinnar segir á Vísi í dag kostnaður við reksturinn hafi að auki verið vanáætlaður frá upphafi. En kostnaðaráætlanir gerðu ráð fyrir að störf nefndarinnar myndu kosta 520 milljónir á núvirði hefði nefndinni tekist að skila af sér árið 2007. Nú gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaðurinn frá ársbyrjun 1999 verði tæpir 1,9 milljarðar króna. Ása segir að kostnað við skjalaleit og gagnaöflun mun meiri en búist var við. En þar að auki hækki kostnaðurinn með tímanum. „Eftir því sem að lengist í störfum nefndarinnar því fleiri ár líða þar sem fólk er að störfum, það kostar líka. þess vegna var það okkar sjónarmið síðustu ár, og mitt líka, að því fyrr sem þetta er búið því minna kostar það.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00