Hildur Antonsdóttir mun klára tímabilið í Pepsi-deild kvenna með Breiðabliki, þar sem hún hóf það en hún var lánuð til HK/Víkings þegar skammt var liðið á tímabilið.
Hildur lék fyrstu þrjár umferðir Pepsi-deildarinnar með Blikum en var svo lánuð til nýliða HK/Víkings á lokadegi félagaskiptagluggans í maí.
Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá HK/Víkingi og spilað alla leiki, eða alls átta leiki í Pepsi deildinni og skorað í þeim fimm mörk en HK/Víkingur er í 5.sæti deildarinnar.
Um er að ræða kærkominn liðsstyrk fyrir Blikakonur sem eru í harðri baráttu við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn en nokkrir sterkir leikmenn munu yfirgefa félagið á næstu dögum þar sem þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Esther Rós Arnarsdóttir, Fanney Einarsdóttir, Guðrún Gyða Haralz og Selma Sól Magnúsdóttir halda til náms í Bandaríkjunum.
Hildur lék fyrstu þrjár umferðir Pepsi-deildarinnar með Blikum en var svo lánuð til nýliða HK/Víkings á lokadegi félagaskiptagluggans í maí.
Hún hefur verið í lykilhlutverki hjá HK/Víkingi og spilað alla leiki, eða alls átta leiki í Pepsi deildinni og skorað í þeim fimm mörk en HK/Víkingur er í 5.sæti deildarinnar.
Um er að ræða kærkominn liðsstyrk fyrir Blikakonur sem eru í harðri baráttu við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn en nokkrir sterkir leikmenn munu yfirgefa félagið á næstu dögum þar sem þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Esther Rós Arnarsdóttir, Fanney Einarsdóttir, Guðrún Gyða Haralz og Selma Sól Magnúsdóttir halda til náms í Bandaríkjunum.