Svona verður þjónusta Strætó í kringum stórtónleika Guns N´ Roses Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2018 13:00 Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Strætó bs. Strætó bs. mun bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru á leið á tónleika Guns N‘ Roses á Laugardalsvelli í kvöld. Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Athygli er vakin á því að ekki er frítt í aðra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður hægt að fara um borð í vagnana á upphafsstöð. Það verður ekki hægt að stoppa þá á miðri leið til þess að komast um borð. Allar leiðirnar munu stoppa á biðstöðinni Laugardalshöll við Suðurlandsbraut. Hér má sjá hvernig akstursleiðir sérvagnanna verða.Upphafsstöðvarnar eru eftirfarandi:Mjódd – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir á skiptistöð Strætó í Mjódd. Næg bílastæði eru norðan og sunnanmegin við Mjóddina.Nauthóll – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir við biðstöðina Nauthóll-HR fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Næg bílastæði verða í kringum HR.Kringlan – LaugardalshöllVagnarnir munu stoppa við biðstöðina Kringlan sem er staðsett hjá Orkunni, eins og ekið sé í Austurátt. Mælt er með því að bílum sé lagt á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verzló.Frumraun í Laugardalnum Strætó hefur sinnt sérakstri í kringum stórtónleika í Kórnum og komin er góð reynsla á það fyrirkomulag. Aðstæður verða hins vegar aðeins öðruvísi í kvöld. Lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum í Kórahverfinu þegar Justin Timberlake, Justin Bieber og Rammstein héldu sína tónleika. Lokanir á slíkum mælikvarða verða ekki til staðar í kvöld. Strætó og lögreglan munu því þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. Strætó er með reynslumikið fólk sem mun handstýra flotanum eftir þörfum, þannig allir ættu að komast sáttir til og frá Laugardalnum. Því fleiri sem hvíla einkabílinn í kvöld, því hraðar ættu allar samgöngur að ganga fyrir sig í kvöld. Strætó Tengdar fréttir Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30 Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24 Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Strætó bs. mun bjóða upp á sérstaka þjónustu fyrir þá sem eru á leið á tónleika Guns N‘ Roses á Laugardalsvelli í kvöld. Verður boðið upp á sérvagna sem eru endurgjaldslausir fyrir tónleikagesti gegn framvísun miða á tónleikanna. Athygli er vakin á því að ekki er frítt í aðra strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins verður hægt að fara um borð í vagnana á upphafsstöð. Það verður ekki hægt að stoppa þá á miðri leið til þess að komast um borð. Allar leiðirnar munu stoppa á biðstöðinni Laugardalshöll við Suðurlandsbraut. Hér má sjá hvernig akstursleiðir sérvagnanna verða.Upphafsstöðvarnar eru eftirfarandi:Mjódd – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir á skiptistöð Strætó í Mjódd. Næg bílastæði eru norðan og sunnanmegin við Mjóddina.Nauthóll – LaugardalshöllVagnarnir verða staðsettir við biðstöðina Nauthóll-HR fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Næg bílastæði verða í kringum HR.Kringlan – LaugardalshöllVagnarnir munu stoppa við biðstöðina Kringlan sem er staðsett hjá Orkunni, eins og ekið sé í Austurátt. Mælt er með því að bílum sé lagt á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verzló.Frumraun í Laugardalnum Strætó hefur sinnt sérakstri í kringum stórtónleika í Kórnum og komin er góð reynsla á það fyrirkomulag. Aðstæður verða hins vegar aðeins öðruvísi í kvöld. Lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum í Kórahverfinu þegar Justin Timberlake, Justin Bieber og Rammstein héldu sína tónleika. Lokanir á slíkum mælikvarða verða ekki til staðar í kvöld. Strætó og lögreglan munu því þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. Strætó er með reynslumikið fólk sem mun handstýra flotanum eftir þörfum, þannig allir ættu að komast sáttir til og frá Laugardalnum. Því fleiri sem hvíla einkabílinn í kvöld, því hraðar ættu allar samgöngur að ganga fyrir sig í kvöld.
Strætó Tengdar fréttir Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30 Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24 Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum. 24. júlí 2018 11:30
Spáin ágæt fyrir tónleika Guns´N Roses þó stöku skúrir gætu fallið Þeir sem eru að fara á tónleikana þurfa því ekki að búast við hinu versta, þó einhverjir dropar gætu fallið á þá. 24. júlí 2018 10:24
Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur. 24. júlí 2018 06:00