Íbúar mála heilu línuna sjálfir gangi Vegagerðin ekki í verkið Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 23:19 Fulltrúar bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar voru viðstaddir fundinn við Suðurá í Mosfellsdal í dag. Vísir/Einar Árnason Íbúar í Mosfellsdal segjast „tilbúnir með málningarrúlluna“ til að mála heila línu á hættulegan vegkafla á Þingvallavegi, gangi Vegagerðin ekki í málið eins fljótt og auðið er. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Víghóls, samtaka íbúa í Mosfellsdal, í kjölfar íbúafundar sem haldinn var í kvöld. Fundurinn var haldinn að beiðni íbúa í dalnum sem ítrekað hafa biðlað til yfirvalda um bætt umferðaröryggi á Þingvallavegi. Hefur mikið verið fjallað um málið síðustu daga vegna banaslyss sem varð á veginum á laugardag vegna framúraksturs. Í gær var svo greint frá því að Vegagerðin hygðist banna framúrakstur á vegkaflanum.Sjá einnig: Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Sú var einmitt fyrsta krafa íbúa í Mosfellsdal sem lögð var fram á fundinum. Krafan lýtur að því að málaðar verði heilar línur á veginn og framúrakstur þannig bannaður. Í ályktun kemur fram að Vegagerðin hafi samþykkt að framkvæma það eins fljótt og auðið er. „Ef það bregst eru íbúar tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir,“ segir enn fremur í ályktun.Nokkuð fjölmennt var á fundinum í dag enda brennur málið á íbúum Mosfellsdals.Vísir/Einar ÁRNASONÞá verða kantlínur sem banna stöðvun bifreiða í vegbrún málaðar fyrir haustið og Vegagerðin hefur einnig samþykkt að hefja undirbúningsvinnu um uppsetningu þéttbýlishliða beggja vegna Mosfellsdals. Einnig voru settar fram kröfur um að hraðamyndavélar yrðu settar strax upp og tók bæjarstjóri Mosfellsbæjar vel í það, að því er fram kemur í ályktun, en þær þyrftu þá að vera settar upp í samstarfi við lögreglu, Vegagerðina og umferðaröryggisráð. Þá var rætt að setja upp stöðvunarskyldu við alla afleggjara á Þingvallavegi auk þess sem háværar raddir lögðu til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 50 km/klst. Að auki liggur fyrir krafa íbúasamtakanna um nýjan veg til Þingvalla sem lagður yrði frá Nesjavallavegi að Kjósarskarði. Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Íbúar í Mosfellsdal segjast „tilbúnir með málningarrúlluna“ til að mála heila línu á hættulegan vegkafla á Þingvallavegi, gangi Vegagerðin ekki í málið eins fljótt og auðið er. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Víghóls, samtaka íbúa í Mosfellsdal, í kjölfar íbúafundar sem haldinn var í kvöld. Fundurinn var haldinn að beiðni íbúa í dalnum sem ítrekað hafa biðlað til yfirvalda um bætt umferðaröryggi á Þingvallavegi. Hefur mikið verið fjallað um málið síðustu daga vegna banaslyss sem varð á veginum á laugardag vegna framúraksturs. Í gær var svo greint frá því að Vegagerðin hygðist banna framúrakstur á vegkaflanum.Sjá einnig: Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Sú var einmitt fyrsta krafa íbúa í Mosfellsdal sem lögð var fram á fundinum. Krafan lýtur að því að málaðar verði heilar línur á veginn og framúrakstur þannig bannaður. Í ályktun kemur fram að Vegagerðin hafi samþykkt að framkvæma það eins fljótt og auðið er. „Ef það bregst eru íbúar tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir,“ segir enn fremur í ályktun.Nokkuð fjölmennt var á fundinum í dag enda brennur málið á íbúum Mosfellsdals.Vísir/Einar ÁRNASONÞá verða kantlínur sem banna stöðvun bifreiða í vegbrún málaðar fyrir haustið og Vegagerðin hefur einnig samþykkt að hefja undirbúningsvinnu um uppsetningu þéttbýlishliða beggja vegna Mosfellsdals. Einnig voru settar fram kröfur um að hraðamyndavélar yrðu settar strax upp og tók bæjarstjóri Mosfellsbæjar vel í það, að því er fram kemur í ályktun, en þær þyrftu þá að vera settar upp í samstarfi við lögreglu, Vegagerðina og umferðaröryggisráð. Þá var rætt að setja upp stöðvunarskyldu við alla afleggjara á Þingvallavegi auk þess sem háværar raddir lögðu til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 50 km/klst. Að auki liggur fyrir krafa íbúasamtakanna um nýjan veg til Þingvalla sem lagður yrði frá Nesjavallavegi að Kjósarskarði.
Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08