Gelson Martins til Atletico Madrid Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júlí 2018 11:30 Gelson Martins lék með Portúgal á HM í Rússlandi Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins er genginn til liðs við Evrópudeildarmeistara Atletico Madrid en tilkynnt var um þetta á heimasíðu spænska félagsins í morgun. Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar. Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar. Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan. Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina..@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid. https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018 Spænski boltinn Tengdar fréttir Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30 Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Portúgalski kantmaðurinn Gelson Martins er genginn til liðs við Evrópudeildarmeistara Atletico Madrid en tilkynnt var um þetta á heimasíðu spænska félagsins í morgun. Gelson Martins kemur á frjálsri sölu frá Sporting Lissabon í heimalandinu eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting í kjölfar upplausnarástands hjá félaginu.Martins er 23 ára gamall og hefur leikið með aðalliði Sporting í portúgölsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabil. Hann hefur skorað 27 mörk og gefið 30 stoðsendingar í 140 leikjum fyrir Sporting og á að auki 19 A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann gerir fimm ára samning við Atletico Madrid sem ætlar sér að keppa við Real Madrid og Barcelona um spænska meistaratitilinn en liðið er einnig búið að ná sér í Thomas Lemar frá Monaco í sumar. Þá virðist Atletico ætla að halda öllum stjörnum sínum frá síðustu leiktíð. Antoine Griezmann mun ekki yfirgefa félagið og ekkert fararsnið virðist vera á Diego Godin og Jan Oblak þó þeir hafi verið orðaðir við önnur félög í sumar. Gömlu mennirnir, Gabi og Fernando Torres, yfirgáfu þó félagið í sumar og héldu á framandi slóðir; Gabi til Katar en Torres til Japan. Atletico hafnaði í 2.sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópudeildina..@GelsonMartins_ se convierte en nuevo jugador del Atlético de Madrid. https://t.co/WtcwKqVnM0#AúpaAtleti pic.twitter.com/AHmoZ6hWMX— Atlético de Madrid (@Atleti) July 25, 2018
Spænski boltinn Tengdar fréttir Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30 Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Thomas Lemar samþykkir að ganga til liðs við Atletico Madrid Forráðamenn Atletico Madrid héldu til Rússlands og heimsóttu æfingabúðir franska landsliðsins þar sem þeir gengu frá samningum við einn nýjan leikmann og endurnýjuðu samninga við tvo. 19. júní 2018 21:30
Griezmann áfram hjá Atletico Antoine Griezmann, miðjumaður Atletico Madrid, mun ekki yfirgefa Atletico í sumar en þetta tilkynnti hann í kvöld. 14. júní 2018 20:04