Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:35 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. Vísir/eyþór Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20