Segir kærur vegna ólöglegrar vinnu barna og ungmenna daga uppi hjá lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2018 19:15 Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins Skáskot/Stöð 2 Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust. Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust.
Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54