Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. júlí 2018 21:21 Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“ Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. Vallarstjóri var ekki enn farinn heim eftir gærkvöldið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda þarf að undirbúa knattspyrnuleik á morgun. Strax og tónleikunum lauk í kringum miðnætti í gær var hafist handa við frágang. Sérstakt gólf var lagt yfir grasið til að hlífa því sem best.Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotÞegar fréttastofu bar að garði síðdegis var búið að taka gólfið af hluta vallarins og leit grasið nokkuð vel út, vallarstjórinn segir hins vegar að svæðið sem var undir níþungu sviðinu sé stærsta spurningamerkið – en það verði að skýrast síðar í kvöld. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu svæði þannig séð, þetta voru þrír, fjórir dagar með svona viðurkenndu gólfi en bakslagið getur komið svo sem. Þó það sé grænt núna getur það komið í hausinn á okkur seinna, en þetta lítur nokkuð vel út núna og leikur á morgun,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Hann segir því engin grið gefinn, enda verði að vera hægt að spila fótbolta á vellinum eftir sólarhring. „Ég er ekki enn þá farinn heim eftir gærkvöldið og lagði mig í tvo tíma hérna inni í kompu. Svo fáum við aukamannskap á eftir.“Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð2Fjölmennt lið lögreglu stóð vaktina í dalnum í gær, lokaði götum og fylgdist með gangi mála. Einn var handtekinn eftir líkamsárás, en varðstjóri segir að önnur alvarleg atvik hafi ekki komið upp. „Gæslan inni á tónleikasvæðinu vísaði þremur mönnum af svæðinu og miðað við þennan fjölda þá er þetta ekkert til að tala um,“ Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir kvöldið hafa verið prófstein á svo umfangsmikið tónleikahald á svæðinu og það hafi heppnast vel. Ekki fékkst viðtal við tónleikahaldara í dag, en þeir höfðu áður gefið út gestafjölda upp á um 25 þúsund manns. Árni segir það líklega ekki fjarri lagi. „Ég verð bara að hrósa tónleikagestum sem komu hérna í gær. Það virtust flestir koma til að skemmta sér og hlusta á rokkbandið og vissulega er einhver ölvun en hún var ekki til neinna vandræða þannig séð.“En skyldi varðstjórinn sjálfur vera hrifinn af rokktónlist? „Jú, jú, þetta var mikill hávaði hérna í gær, það verður að segjast eins og er. En ég er svona meiri diskókóngur heldur en þetta.“
Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N' Roses í gær. 25. júlí 2018 18:31
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 25. júlí 2018 14:00