Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 08:53 Myndin er ekki sú sumarlegasta en engu að síður að einhverju leyti lýsandi fyrir sumarið í Reykjavík. vísir/vilhelm Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. Er úrkoman sú mesta sem vitað er um sömu vikur en næstu tölur eru 250 millimetrar árið 2014 annars vegar og 1887 hins vegar. Þá hafa aðeins mælst 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um þessar fyrstu fjórtán vikur sumar, þó að það sé ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1014 og 1984. Frá þessu greinir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson, veðurfræðingur, á vefsíðu sinni Hungurdiskum en þar fer hann yfir tíðarfarið á landinu það sem af er sumri. 15. vika sumars hefst í dag en að því er fram kemur í skrifum Trausta urðu mikil umskipti í tíðarfarinu skömmu eftir sumardaginn fyrsta og hefur það haldist að mestu leysti svipað síðan þá.Hlýindin á Austurlandi óvenjuleg Þannig hefur „óvenjulegt sólarleysi verið ríkjandi um landið suðvestanvert með miklum úrkomum og nokkuð svölu veðri, en hlýindi hafa gengið norðaustan- og austanlands. Úrkoma hefur þar þó verið mjög mismikil - sums staðar furðumikil, en annars staðar minni,“ segir Trausti. Hann segir að hlýindin sem verið hafa á Austfjörðum teljist óvenjuleg: „Meðalhiti fyrstu 14 vikur sumars á Dalatanga er 7,5 stig, 0,5 stigum ofar en það hlýjasta til þessa þar um slóðir að minnsta kosti frá 1949 að telja. (Ritstjórinn hefur enn ekki reiknað daglegan meðalhita á Dalatanga 1939 til 1948 - skammast sín fyrir - en gerir það vonandi í framtíðinni). Það sem af er júlí hefur þó heldur slegið á hitavikin jákvæðu eystra - enda áttin orðin ívið suðlægari og jafnvel suðaustlægari en var fram að því. Í Reykjavík hefur aftur á móti verið heldur svalt, meðalhiti þar fyrstu 14 vikur sumars er aðeins 7.7 stig. Ómarktækt kaldara (7,6 stig) var á sama tíma 2015, en síðan þarf að fara aftur til 1993 til að finna jafnlágan meðalhita fyrstu 14 sumarvikurnar - á eldri tíð er slæðingur af lægri tölum. Úrkoman hefur hins vegar verið óvenjulegri, mælst hafa rúmlega 300 mm í Reykjavík vikurnar fjórtán, það mesta sem vitað er um sömu vikur - næstu tölur eru um 250 mm, 2014 og 1887. Svipað er að segja um sólarleysið. Aðeins mældust 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um fyrstu 14 vikur sumars - en ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1914 og 1984,“ segir í færslu Trausta sem hann lýkur á þeim góðu tíðindum að hlýrri dagar séu framundan en þeir verði þó varla þurrir: „Langtímareikningar sýna engar marktækar breytingar á veðurlagi á næstunni - og þó lengri framtíð sé auðvitað fullkomlega frjáls er það samt þannig að júlí og ágúst spyrða sig oftar saman hvað veðurlag varðar heldur en aðrir almanaksmánuðir - þeir einu reyndar sem sýna einhvern marktækan samvinnuvott,“ segir Trausti. Veður Tengdar fréttir Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. Er úrkoman sú mesta sem vitað er um sömu vikur en næstu tölur eru 250 millimetrar árið 2014 annars vegar og 1887 hins vegar. Þá hafa aðeins mælst 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um þessar fyrstu fjórtán vikur sumar, þó að það sé ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1014 og 1984. Frá þessu greinir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson, veðurfræðingur, á vefsíðu sinni Hungurdiskum en þar fer hann yfir tíðarfarið á landinu það sem af er sumri. 15. vika sumars hefst í dag en að því er fram kemur í skrifum Trausta urðu mikil umskipti í tíðarfarinu skömmu eftir sumardaginn fyrsta og hefur það haldist að mestu leysti svipað síðan þá.Hlýindin á Austurlandi óvenjuleg Þannig hefur „óvenjulegt sólarleysi verið ríkjandi um landið suðvestanvert með miklum úrkomum og nokkuð svölu veðri, en hlýindi hafa gengið norðaustan- og austanlands. Úrkoma hefur þar þó verið mjög mismikil - sums staðar furðumikil, en annars staðar minni,“ segir Trausti. Hann segir að hlýindin sem verið hafa á Austfjörðum teljist óvenjuleg: „Meðalhiti fyrstu 14 vikur sumars á Dalatanga er 7,5 stig, 0,5 stigum ofar en það hlýjasta til þessa þar um slóðir að minnsta kosti frá 1949 að telja. (Ritstjórinn hefur enn ekki reiknað daglegan meðalhita á Dalatanga 1939 til 1948 - skammast sín fyrir - en gerir það vonandi í framtíðinni). Það sem af er júlí hefur þó heldur slegið á hitavikin jákvæðu eystra - enda áttin orðin ívið suðlægari og jafnvel suðaustlægari en var fram að því. Í Reykjavík hefur aftur á móti verið heldur svalt, meðalhiti þar fyrstu 14 vikur sumars er aðeins 7.7 stig. Ómarktækt kaldara (7,6 stig) var á sama tíma 2015, en síðan þarf að fara aftur til 1993 til að finna jafnlágan meðalhita fyrstu 14 sumarvikurnar - á eldri tíð er slæðingur af lægri tölum. Úrkoman hefur hins vegar verið óvenjulegri, mælst hafa rúmlega 300 mm í Reykjavík vikurnar fjórtán, það mesta sem vitað er um sömu vikur - næstu tölur eru um 250 mm, 2014 og 1887. Svipað er að segja um sólarleysið. Aðeins mældust 343,7 sólskinsstundir í Reykjavík, það minnsta sem vitað er um fyrstu 14 vikur sumars - en ómarktækt minna en á sama tíma 1913, 1914 og 1984,“ segir í færslu Trausta sem hann lýkur á þeim góðu tíðindum að hlýrri dagar séu framundan en þeir verði þó varla þurrir: „Langtímareikningar sýna engar marktækar breytingar á veðurlagi á næstunni - og þó lengri framtíð sé auðvitað fullkomlega frjáls er það samt þannig að júlí og ágúst spyrða sig oftar saman hvað veðurlag varðar heldur en aðrir almanaksmánuðir - þeir einu reyndar sem sýna einhvern marktækan samvinnuvott,“ segir Trausti.
Veður Tengdar fréttir Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Ökumenn sýni aðgát á Austurlandi Áfram er gul viðvörun í gildi á suðausturhorni landsins. 26. júlí 2018 07:29